Fréttir á vefsíðunni

Farsæl atvinnusýning í Granada

International University Job Fair (alþjóðlega atvinnusýning háskólanna), sem haldin var í Granada á Spáni 7. og 8. mars, færði saman hámenntað háskólafólk og evrópska atvinurekendur í því skyni að kanna kostina þegar kemur að starfsframanum.  
 
International University Job Fair (alþjóðlega atvinnusýning háskólanna), sem nú er á sínu 12. ári, er afrakstur samstarfs á milli EURES samstarfsnetsins og spænskra háskóla. Viðburðurinn er einn sá mikilvægasti á Spáni, að miklu leyti af þeirri ástæðu að árið 2011 var Granada háskóli flokkaður sem einn mikilvægasti háskóli í Evrópu þegar kom að fjölda Erasmus nemenda sem stunduðu nám við skólann. Viðburðurinn, sem beindist því sérstaklega að núverandi nemendum og þeim sem nýlega hafa lokið námi, laðaði að sér atvinnurekendur úr opinbera og einkageiranum á Spáni og öðrum löndum sem taka þátt í EURES samstarfinu.
 
Yfir 5 000 manns sóttu atvinnusýninguna og gátu atvinnuleitendur skráð ferilskrár sínar á Netið á vefsíðu International University Job Fair (alþjóðlega atvinnusýning háskólanna) 10 dögum fyrir og 10 dögum eftir viðburðinn. „Þetta reyndist góð leið fyrir þátttökufyrirtækin til að skoða og forvelja mögulega umsækjendur í laus störf,“ útskýrir Olga González Galindo, EURES ráðgjafi á Spáni. 
 
 
Þegar allt komi til alls sóttu 19 atvinnurekendur atvinnusýninguna og komu þeir úr mjög fjölbreyttum geirum eða allt frá efnafræði yfir í fjármálaþjónustu. EURES ráðgjafar frá 10 löndum voru einnig á staðnum og gátu atvinnuleitendur notið góðs af bæði kynningum fyrirtækja svo og vinnusmiðjum/umræðufundum, sem haldin voru af EURES ráðgjöfum, þar á meðal ein sem bauð upp á góð ráð um hvernig maður ætti að komast í gegnum valferlið.
 
13. International University Job Fair (alþjóðlega atvinnusýning háskólanna) verður haldin í apríl 2013.
 
 
Frekari upplýsingar:
 
 
Leita að starfsdegi á EURES viðburðardagatalinu
 
 
Frekari upplýsingar um atvinnu- og búsetuskilyrði í mismunandi Evrópulöndum á EURES atvinnugáttinni
 
Leita að starfi í EURES vinnugagnagrunninum
 
Læra um hvað EURES getur gert fyrir atvinnurekendur

« Til baka