Fréttir á vefsíðunni

EURES sér írskum þjónustumiðstöðvum fyrir nýju starfsfólki

EURES samstarfsnetið hefur átt í nánu samstarfi við írskar þjónustumiðstöðvar þegar kemur að ráðningu fjöltyngds starfsfólks með sérfræðiþekkingu frá öðrum Evrópulöndum.  
 
EURES samstarfsnetið og töluverður fjöldi atvinnurekenda, sem reka þjónustumiðstöðvar á Írlandi, hafa þróað með sér traust, frumlegt og samvinnulipurt samstarfsmódel fyrir 21. öldina. Meðvitaðir um að ekki væri hægt að anna eftirspurn á innlendum vinnumarkaði eftir fjöltyngdu starfsfólki í þjónustumiðstöðvar á Írlandi vann EURES ásamt írsku atvinnurekendunum að því að setja upp vefsíðuna „Þjónusta við viðskiptavini á Írlandi“.
 
Vefsíðan er afrakstur meira en árslangrar samvinnu fyrirtækja í einkageiranum og er rökrétt framhald þegar kemur að því að sjá ekki bara atvinnuleitendum heldur einnig fyrirtækjum fyrir vettvangi til að einfalda og straumlínulaga ráðningar. Í samræmi við ráðningarþarfir írskra atvinnurekenda beinir „Þjónusta við viðskiptavini á Írlandi“ sjónum sínum sérstaklega að umsækjendum frá (eða með þekkingu á) Skandinavíu. „Markaðurinn í Skandinavíu er sífellt að verða mikilvægari fyrir rekstraraðila þjónustumiðstöðva á Írlandi svo við ákváðum að búa til sameinaðan vettvang á Netinu til þess að færa saman atvinnuleitendur og atvinnurekendur,“ útskýrir Rob Floris, EURES ráðgjafi í Svíþjóð. 
 
Vefsíðan „Þjónusta við viðskiptavini á Írlandi“ býður upp á uppfærða hlekki á vefsíður þeirra atvinnurekenda sem vinna beint með samstarfsnetinu og sem EURES veit að eru að auglýsa laus störf í þjónustumiðstöðvum á Írlandi. Atvinnuleitandi getur síðan haft samband við EURES með ákveðna hugmynd um fyrirtæki, sem viðkomandi hefur áhuga á, og verið viss um að ráðgjafarnir eiga í traustu sambandi við umrætt fyrirtæki.
 
Hins vegar lýkur hagnýti vefsíðunnar ekki þar með. Hugh Rodgers, EURES ráðgjafi á Írlandi, segir að vefsíðan sé afrakstur náinnar samvinnu við fyrirtæki, sem hafi í þjónustu sinni á Írlandi einstaklinga af allt að 20 mismunandi þjóðernum. „Fyrirætlan okkar er sú að auglýsa sérstaklega þennan hóp fyrirtækja á EURES viðburðum og með aðstoð EURES ráðgjafa, til þess að láta atvinnuleitendur vita hvaða fyrirtæki eru í virkum mannaráðningum á hverjum tímapunkti,“ útskýrir Hugh. „Við reynum að hvetja til samvinnu milli fyrirtækja þegar kemur að mannaráðningum í stað þess að fyrirtækin keppi sín í millum um sama starfsfólkið. Oft hefur þetta í för með sér að atvinnuleitandi, sem ekki býr yfir fullnægjandi menntun fyrir ákveðið fyrirtæki, fær ráðleggingar frá EURES um annað þátttökufyrirtæki sem myndi henta honum betur,“ bætir Hugh við. 
 
Í byrjun voru um 10 fyrirtæki tengd síðunni en nú hefur sú tala hækkað upp í 19, þar á meðal mörg nafntoguð alþjóðafyrirtæki eins og Apple, Amazon.com, Blizzard Entertainment og Siemens. 
 
Frekari upplýsingar:
 
 
 
Frekari upplýsingar um atvinnu- og búsetuskilyrði í mismunandi Evrópulöndum á EURES atvinnugáttinni
 
Leita að starfi í EURES vinnugagnagrunninum
 
Læra um hvað EURES getur gert fyrir atvinnurekendur

« Til baka