Fréttir á vefsíðunni

EURES býður upp á ráðgjöf um hvernig eigi að stofna fyrirtæki erlendis

Lykilþáttur í stefnu Evrópusambandsins í því að yfirstíga efnahagskreppuna er að styrkja smá og meðalstór fyrirtæki. Í því sambandi geta borgarar í eigin atvinnurekstri leikið mikilvægt hlutverk og fært sér í nyt þau tækifæri sem opinn vinnumarkaður í 27 aðildarríkum Evrópusambandsins býður upp á.
 
Síðastliðinn áratug hefur Henk Smolders, EURES ráðgjafi í Hollandi, gefið atvinnuleitendum og þeim sem eru að skipta um starf sérsniðin ráð um atvinnu í öðrum aðildarríkjum ESB. „Ég hóf fyrst að bjóða upp á góð ráð sem svar við mikilli eftirspurn frá viðskiptavinum sem fannst erfitt að finna viðeigandi upplýsingar. Núverandi efnahagskreppa hefur ekki minnkað áhuga fólks á því að fara með færni sína eða nýjar hugmyndir á annað markaðssvæði. Raunar eru um 20% þeirra sem skráðir eru á EURES vefgáttina að skoða möguleika á eigin atvinnurekstri,“ útskýrir Henk.
 
Henk veitir upplýsingar og ráðgjöf á EURES viðburðum og sýningum, í gegnum síma og á skrifstofu vinnumálastofnunarinnar og hefur sérhæft sig í bæði maður á mann og hópviðtölum. „Það eru vissulega nokkur sameiginleg einkenni hjá þeim sem eru að skoða kosti eigin atvinnurekstrar,“ bendir hann á. Þar á meðal er aldur – sérstaklega hjá þeim, sem eru komnir yfir fimmtugt, og eiga í erfiðleikum með að finna vinnu í eigin heimalandi en einnig ungir frumkvöðlar sem hafa kannski tekið þátt í Erasmus áætluninni; geirar - sérstaklega ferðamanna-, bygginga-, flutnings- og upplýsinga- og samskiptatæknigeirinn; og það sem skilgreina mætti sem landafræði, þar sem fólk frá löndum, sem nýlega hafa gengið í ESB, flytjast vestur á bóginn til þess að vera samkeppnisfærari í efnahagskerfi sem er að hægja á sér.“
 
Nálgun Henks er blátt áfram. Hann leggur áherslu á þörfina á því að búa til góða viðskiptaáætlun áður en flust er erlendis, með lýsingu á vörunni eða þjónustunni, sem bjóða á upp á, markhóp, núverandi samkeppni, markaðsáætlun og auðvitað fjárhagsáætlun. „Ekki bara fyrir reksturinn,“ bætir hann við. „Persónuleg áætlun er mjög mikilvæg. Ef þú ferð erlendis með því hugarfari að fara á eftirlaun í heimalandinu að þá þarftu að íhuga hversu verðmætur lífeyririnn, sem þú safnar í öðru aðildarríki, verði í heimalandinu. 
 
Enn sem komið enda allt að 15 einstaklingar eða pör, sem Henk hefur veitt ráðgjöf, á því að flytjast erlendis – og útkoman uppörvandi. Raunar er það skýrt hjá þessum EURES ráðgjafa að boð um svona sérhæfða þjónustu svarar sérstökum þörfum sem ávallt eru til staðar.
 
 
Frekari upplýsingar:
 
Leita að starfsdegi á EURES viðburðardagatalinu
 
 
Frekari upplýsingar um atvinnu- og búsetuskilyrði í mismunandi Evrópulöndum á EURES atvinnugáttinni
 
Læra um hvað EURES getur gert fyrir atvinnurekendur
 

« Til baka