Fréttir á vefsíðunni

EURES á Spáni finnur lausn á auknu atvinnuleysi í ákveðnum geirum

Í Aragon héraðinu á norðurhluta Spánar hefur atvinnuleysi náð 17% og fer vaxandi. Þrátt fyrir að verkfræðigeirinn hafi reynst kröftugur hingað til að þá hefur nýleg aukning á missi starfa leitt til samstarfs á milli EURES á Spáni og Verkfræðingafélaginu í Zaragoza sem vinna með árangursríkum hætti saman að því að koma í veg fyrir að fleiri starfsmenn í geiranum missi atvinnuna.
 
Í kjölfar meðmæla frá tengilið, setti spænska Verkfræðingafélagið sig í samband við EURES í Zaragoza í janúar á þessu ári. „Þar sem búist var við hnignun í efnahag og á vinnumarkaði á svæðinu leitaði félagið eftir aðstoð við að finna stöður fyrir verkfræðinga úr þeirra röðum í öðrum Evrópusambandslöndum,“ útskýrir EURES ráðgjafinn Teresa Vieitez Carrazoni. „Á aðeins nokkrum mánuðum hafa fleiri en 20 verkfræðingar frá ýmsum svæðum Spánar, þar á meðal Zaragoza, ráðið sig til starfa erlendis.“
 
EURES ráðgjafar á svæðinu höfðu átt samstarf við verkfræðideild Zaragoza háskóla frá árinu 2005 svo þeir þekktu þarfir geirans. „Við vorum meðvituð um þá stefnumarkandi nálgun að finna stöður erlendis fyrir starfsmenn frá Verkfræðingafélagi Zaragoza – það er að segja við nýttum okkur núverandi samstarf milli EURES í Madrid og Barcelona og aðildarríkjanna, svo sem Þýskalands, Svíþjóðar og Finnlands, til þess að finna handa þeim störf,“ heldur Teresa áfram. „Hið sterka samband á milli Spánar og þessara landa þýðir að starfsaðferðir og samskipti eru þegar til staðar og allar mikilvægar stjórnsýslulegar upplýsingar eru aðgengilegar á EURES gáttinni á landasíðunum“.
 
EURES í Zaragoza hjálpaði ekki einungis við að skipuleggja ráðningarviðtöl og finna laus störf fyrir verkfræðingana í smáum- og meðalstórum fyrirtækjum í Þýskalandi og á Norðurlöndunum, heldur veitti einnig viðkomandi starfsmönnum stuðning og hagnýtar upplýsingar – auk fyrirtækjanna sem réðu þá til vinnu – til þess að auðvelda umskiptin. „Allt í allt buðum við upp á alhliða, sérsniðna nálgun fyrir sérstaka eftirspurn á markaðinum,“ segir Teresa að lokum.
 
 
 
Frekari upplýsingar:
 
Leita að starfsdegi á EURES viðburðardagatalinu
 
 
Frekari upplýsingar um atvinnu- og búsetuskilyrði í mismunandi Evrópulöndum á EURES atvinnugáttinni
 
Leita að starfi í EURES vinnugagnagrunninum
 
Leita að þjálfuðu starfsfólki í EURES CV gagnagrunninum
 
Læra um hvað EURES getur gert fyrir atvinnurekendur
 

« Til baka