Fréttir á vefsíðunni

Gerðu þig kláran fyrir Evrópu með EURES gáttinni!

EURES býður áhugasömum um flæði fólks í Evrópu upp á fjölbreytta þjónustu. Ef til vill er ein sú hagnýtasta „dvalið og starfað“ hlutinn á EURES atvinnugáttinni.
 
Ef til vill ertu þegar að velta fyrir þér búsetu og starfi í öðru Evrópulandi eða kannski ertu þegar með starfstilboð í höndunum og ert tilbúinn til flutninga. Hver svo sem staða þín kann að vera að þá er „dvalið og starfað“ síðan á EURES gáttinni algjör fjársjóður ómissandi upplýsinga og úrræða.
 
Síðan veitir ítarlegt og mjög hjálplegt yfirlit yfir þær staðreyndir „sem þú þarft að vita“ þegar flust er til annars Evrópulands. Hver landskafli er uppfærður tvisvar á ári til þess að tryggja mikla nákvæmni og þýðingu þessara úrræða fyrir atvinnuleitendur. „Ef atvinnuleitandi þarfnast enn frekari upplýsinga eða spurningar brenna á viðkomandi að þá er ávallt hægt að fylgja hlekkjunum yfir á önnur úrræði eða setja sig beint í samband við EURES ráðgjafa,“ segir Emmanuelle Mathieu, starfsmaður EURES í Lúxemborg. 
 
Upplýsingarnar, sem eru tiltækar á þessari síðu, á EURES gáttinni, eru meðal annars: upplýsingar um vinnumarkaðinn, svo sem tölfræði um þau störf sem mest eftirspurn er eftir; upplýsingar, er tengjast dvöl og atvinnu, svo sem um almannatryggingar, lífeyrismál og skattaleg málefni; auk yfirlits yfir reglugerðir ESB um frjálst flæði vinnuafls. 
 
Þeim, sem hafa áhuga á flæði fólks í Evrópu, á vafalaust eftir að finnast þetta efni mjög áhugavert en að auki fylgir hverjum lið mikið af ítarefni. „Það er frábært að atvinnuleitendur geti komið og fundið þessar fjölbreyttu upplýsingar með auðveldum hætti á einum stað,“ bendir Emmanuelle á. 
 
Upplýsingunum á síðunni „dvalið og starfað“, er safnað saman af sérfræðingum EURES á sviði flæði fólks í Evrópu og endurspegla þær nýjustu þróun þessum vettvangi. „Við höldum öllu uppfærðu og reynum að leggja áherslu á hagnýt ráð og hagnýtar upplýsingar. Þessi nálgun ætti að tryggja að EURES gáttin sé aðgengileg og mjög nytsamleg,“ segir Emmanuelle að lokum. 
 
 
Frekari upplýsingar:
 
Frekari upplýsingar um atvinnu- og búsetuskilyrði í mismunandi Evrópulöndum á EURES atvinnugáttinni.
 
 
Leita að starfsdegi á EURES viðburðardagatalinu
 
Leita að starfi í EURES vinnugagnagrunninum

« Til baka