Fréttir á vefsíðunni

EURES og frjáls félagasamtök í Þýskalandi: sérstakt samband

Í flestum EES löndum eru EURES ráðgjafar hluti af opinberum vinnumálastofnunum landanna. Í Þýskalandi vinna hins vegar nokkrir í gegnum frjáls félagasamtök. Sabina Hoffmann, EURES ráðgjafi hjá kaþólsku hjálparstofnuninni, Raphaels-Werk, útskýrir hvernig þetta einstaka samband virkar.  
 
Hvers konar ráðgjöf veitið þið, sem frjáls félagasamtök, sem vinna með EURES? 
Sabina Hoffmann (SH): Eins og allir EURES ráðgjafar veitum við viðskiptavinum okkar ráðgjöf um allar hliðar frjálsrar farar fólks, svo sem málefni tengd almannatryggingum, skattamálum, lífeyri, húsnæðisleit, vinnu yfir landamæri og svo lengi mætti telja. Nýlega aðstoðaði ég mann frá Kýpur, sem hafði búið í Þýskalandi í 23 ár, við að snúa við ákvörðun um að synja honum um varanlega búsetu. Án aðstoðar EURES í Þýskalandi hefði hann ekki vitað um rétt sinn og því hefði hann ekki áfrýjað ákvörðuninni.  
 
Setja atvinnurekendur sig einnig í samband við ykkur?
SH: Atvinnurekendur hafa einnig samband með sértækar spurningar, svo sem um þær reglur, sem gilda um almannatryggingar, þegar starfsmaður er sendur til annars lands.
Ég hef verið í þessu hlutverki í 25 ár en ég er alltaf að læra eitthvað nýtt. Við verðum að vera með á nótunum þegar kemur að breytingum á skatta- og starfsmannalöggjöf svo og á reglum um almannatryggingar. 
 
Hvað er Raphaels-Werk og hvað gerir það?
SH: Rahaels-Werk eru sjálfstæð, frjáls félagasamtök, sem voru stofnuð árið 1871 af kaþólskum biskupum í Þýskalandi, til þess að halda hlífiskildi yfir þeim, sem hyggja á brottflutninga frá Þýskalandi, bæði áður en lagt er af stað, á meðan ferð stendur og eftir að komið er til nýja landsins.  Við veitum þýskum ríkisborgurum, einstaklingum frá öðrum löndum, flóttamönnum og pörum með mismunandi ríkisfang, faglega, hlutlausa ráðgjöf og það sem mikilvægara er þolinmótt eyra til að hlusta á og ráða í vandamál og áhyggjur sem oft leynast undir yfirborðinu.
 
Til þess að anna aukinni eftirspurn eftir starfsfólki ákvað EURES í Þýskalandi nýlega að nýta úrræði sín í auknum mæli við að aðstoða þýska atvinnurekendur við að finna starfsmenn annars staðar að úr Evrópu. Hvernig snýr það að vinnunni í Raphaels-Werk?
SH: Frá því að við gengum til liðs við EURES árið 1993 hefur umfang vinnu okkar aukist svo að nú veitum við ríkisborgurum ESB sértæka ráðgjöf um flutninga innan Evrópu að auki við þá einstaklinga sem búsettir eru í Þýskalandi.  Árið 2011 barst okkur aukinn fjöldi af fyrirspurnum frá atvinnuleitendum á Spáni og Portúgal.  Ef atvinnurekendur og atvinnuleitendur eru að leita að ráðningarþjónustu vísum við þeim á alþjóðlegu ráðningarþjónustu Vinnumálastofnunar Þýskalands.
 
Frekari upplýsingar:
 
Læra meira um Raphaels-Werk (vefsíða á DE með PDF yfirlit í boði á EN)
 
Fræðast meira um Zentrale Auslands- und Fachvermittlung (ZAV) og starfatorg Bundesagentur (BA) für Arbeit
 
 
Leita að starfsdegi á EURES viðburðardagatalinu
 
Frekari upplýsingar um atvinnu- og búsetuskilyrði í mismunandi Evrópulöndum á EURES atvinnugáttinni.
 
Leita að starfi í EURES vinnugagnagrunninum
 
Leita að þjálfuðu starfsfólki í EURES CV gagnagrunninum.
 
Læra um hvað EURES getur gert fyrir atvinnurekendur.

« Til baka