Fréttir á vefsíðunni

Sérfræðiþekking EURES styrkir fjölþjóðlegar ráðningar

Capgemini er leiðandi á heimsvísu í því að bjóða upp á ráðgjafar- og tækniþjónustu auk útvistunarlausna. Þegar útibú fyrirtækisins í Póllandi var að leita að nýju starfsfólki í Evrópu, snéri það sér til EURES til þess að fá sérfræðihjálp og ráðgjöf.  
 
Hjá Capgemini starfar meira en 115 000 manns á heimsvísu og rekur fyrirtækið starfsemi í 40 löndum - staðreyndir sem staðfesta að fyrirtækið er svo sannarlega alþjóðlegt.   „Hjá deild fyrirtækisins í Póllandi starfar meira en 4 600 manns og stækkar hún ört,“ segir Magdalena Dorożyńska, umsjónarmaður auglýsinga- og ráðningarmála hjá Capgemini í Póllandi. 
 
„Í upphafi var einungis um að ræða að EURES aðstoðaði Capgemini við að ráða í eitt starf en síðastliðin tvö ár höfum við verið oftar í sambandi og EURES hefur hjálpað Capgemini við að ráða í mikið fleiri störf,“ útskýrir Barbara Zahuta, EURES ráðgjafi í Hollandi. Samkvæmt Barböru var Capgemini Póllandi einn af fyrstu pólsku atvinnurekendunum til þess að leita eftir starfsmönnum í Hollandi. 
 
„Capgemini nýtur stuðnings EURES við að auglýsa laus störf, fá aðgang að gagnabönkum yfir atvinnuleitendur og tekur þátt í atvinnusýningum á vegum EURES,“ bætir Agnieszka Litewka, háttsettur auglýsinga- og ráðningarsérfræðingur hjá Capgemini. Á síðustu atvinnusýningu á vegum EURES í Hollandi voru sex störf í boði á viðburðinum og barst okkur fjöldi mjög góðra ferilskráa. „Á hollensku atvinnusýningunni barst okkur mikið af samsvarandi ferilskrám frá hollenskum atvinnuleitendum, “ segir Agnieszka. 
 
Um 100 erlendir ríkisborgarar starfa nú hjá pólska útibúi fyrirtækisins og margir af þeim voru ráðnir í samstarfi við EURES.
„Við erum afar þakklát fyrir samstarfið við EURES, það veitir okkur tækifæri til þess að ná til umsækjenda sem við annars hefðum ekki átt kost á að ná til á eigin vegum,“ bætir Magdalena við.  
 
EURES í Hollandi og Capgemini Póllandi unnu meira að segja náið saman við að dreifa ítarlegri handbók fyrir tilvonandi starfsmenn og nýja en hún veitir ekki bara upplýsingar um fyrirtækið sjálft heldur einnig um búsetu- og vinnuaðstæður í Póllandi. Í gegnum EURES auglýsir Capgemini í Póllandi nú um stundir fimm laus störf og beinast auglýsingarnar að hollensku- eða flæmskumælandi einstaklingum fyrir störf á sviði þjónustu við viðskiptavini, fjármála, bókfærslu og upplýsingatækni.
 
 
Frekari upplýsingar:
 
Leita að starfsdegi á EURES viðburðardagatalinu
 
 
Frekari upplýsingar um atvinnu- og búsetuskilyrði í mismunandi Evrópulöndum á EURES atvinnugáttinni.
 
Leita að starfi í EURES vinnugagnagrunninum
 
Leita að þjálfuðu starfsfólki í EURES CV gagnagrunninum.
 
Læra um hvað EURES getur gert fyrir atvinnurekendur.

« Til baka