Fréttir á vefsíðunni

Ítalskir hjúkrunarfræðinemar öðlast reynslu í Bretlandi

EURES hóf samstarf við Universita’ Politecnica delle Marche í Ancona á Ítalíu og Strathmore & Southend Care í Bretlandi til þess að aðstoða ítalska hjúkrunarfræðinema við að öðlast dýrmæta reynslu hjá bresku heilbrigðisþjónustunni (NHS).
 
Í yfir fimm ár hefur EURES á Ítalíu unnið náið saman með Strathmore & Southend Care, en fyrirtækið veitir þjónustu við aldraða. Í gegnum þetta samstarf fann EURES tímabundna samninga fyrir nokkra hjúkrunarfræðinga með reynslu í persónulegri umönnun. Árið 2011 ákvað Strathmore & Southend Care að víkka út samstarfið og taka á móti hjúkrunarfræðinemum í tilraunaverkefni þar sem nemunum er gefinn kostur á að öðlast dýrmæta reynslu í breska heilbrigðiskerfinu og bæta á sama tíma enskukunnáttu þeirra. 
 
„Það er mjög erfitt fyrir ítalska hjúkrunarfræðinema að öðlast starfsreynslu á breskum sjúkrahúsum vegna þess að þeir búa ekki yfir fullnægjandi tungumálakunnáttu til þess að geta unnið á annasömu sjúkrahúsi. Svo við ákváðum að bjóða þeim upp á tækifæri til að bæta tungumálakunnáttuna ásamt því að öðlast dýrmæta starfsreynslu,“ segir EURES ráðgjafinn Graziella Massi, sem einnig vinnur að þessu verkefni.
 
„Nemendurnir, sem koma til okkar í starfsnám, fara í gegnum stranga þjálfun, sem meðal annars felst í handleiðslu leiðbeinanda, fundum með læknum, sérþjálfuðum hjúkrunarfræðingum ásamt því að læra almennt um hvernig NHS virkar,“ útskýrir Christine.
 
„Þetta er verkefni þar sem allir vinna,“ bætir Graziella við. „Nemandinn á kost á því að fá vinnureynslu erlendis frá. Fyrirtækið fær harðduglegt starfsfólk sem það getur treyst. Háskólinn öðlast alþjóðlega ásýnd og orðspor EURES spyrst út víðar.“
 
Verkefnið mun halda áfram árið 2012 með nemendum frá Universita' Politecnica delle Marche.  Università degli Studi í Mílanó á Ítalíu hefur einnig lýst yfir áhuga á þátttöku í verkefninu. 
 
Frekari upplýsingar:
 
Leita að starfsdegi á EURES viðburðardagatalinu
 
 
Frekari upplýsingar um atvinnu- og búsetuskilyrði í mismunandi Evrópulöndum á EURES atvinnugáttinni.
 
Leita að starfi í EURES vinnugagnagrunninum
 
Leita að þjálfuðu starfsfólki í EURES CV gagnagrunninum.
 
Læra um hvað EURES getur gert fyrir atvinnurekendur.

« Til baka