Fréttir á vefsíðunni

Fyrsti atvinnudagurinn í Lecce hjálpar til við að takast á við atvinnuleysi ungs fólks

Sögulega borgin Lecce í suðurhluta Ítalíu hélt sinn fyrsta evrópska atvinnudag í janúar 2012 og dró viðburðurinn að sér yfir 500 atvinnuleitendur sem voru á höttunum eftir tækifærum í atvinnugeirum eins og geimvísindum, verkfræði og upplýsingatækni.
 
Þessi tveggja daga viðburður var skipulagður af Europe Direct í samstarfi við EURES.  Hann var hluti af Job Innovation Camp 2012, en það er verkefni á vegum Stofnunar fyrir starfsþjálfun og atvinnu* í Lecce héraði og Salento háskóla, sem hefur það meginmarkmið að efla tækifæri háskólanema og fólks á aldrinum 20-24 ára. Atvinnuleysi í héraðinu meðal þessa aldurshóps er hátt eða um 36,7%**.
 
„Evrópski atvinnudagurinn var fyrsti viðburður sinnar tegundar í Lecce og veitti hann ungu fólki raunveruleg tækifæri til að fræðast um þau tækifæri, sem því stendur til boða, í gegnum EURES, hvernig eigi að leita að starfi og hvernig eigi að finna EURES ráðgjafa,“ útskýrir skipuleggjandinn, Bernadette Greco, sem sjálf er EURES ráðgjafi.
 
Ýmiss konar upplýsingar og ráð voru til boða fyrir atvinnuleitendur sem sóttust eftir því að víkka sjóndeildarhringinn.  Fyrsta daginn af tveimur var boðið upp á röð af námskeiðum um þjálfunartækifæri í Evrópu í gegnum Leonardo da Vinci áætlunina og Erasmus; fund um nýjar áherslur í atvinnumálum, þar sem lögð var áhersla á tól eins og European Vacancy Monitor, Fyrsta EURES starfið þitt og ESCO flokkunarfræðina auk annars fundar þar sem útskýrt var hvernig leita ætti að störfum með því að nota Web 2.0. EURES ráðgjafinn, Mette Busk, frá Danmörku – landi sem er sérstaklega áhugasamt um að ráða sérfræðinga í upplýsingatækni og verkfræði – var með kynningu um búsetu- og vinnuaðstæður í Danmörku.  Aðrir EURES ráðgjafar voru á staðnum til að kynna EURES atvinnugáttina og útskýra hvernig ætti að leita að lausum störfum.  
 
Nýjungar í rekstri fyrirtækja var málefni seinni dagsins. Nýsköpunarverkefni eins og vindknúið vélmenni, sem hannað var af nemendum Salento háskólans, sýndi fyrirtækjunum Microsoft og Avio Group, sem tóku þátt, kunnáttu nemenda.
Áhugasamir frumkvöðlar gátu orðið sér úti um góð ráð um eigin atvinnurekstur og hvernig eigi að hefja rekstur ásamt upplýsingum um innlenda og svæðisbundna styrki, sem eru í boði til þess að koma sér af stað.
 
Evrópski atvinnudagurinn vakti svo sannarlega mikla athygli.  „Ég fékk um 60 tölvupósta eftir viðburðinn frá atvinnuleitendum og atvinnurekendum sem óskuðu eftir meiri hjálp og stuðningi. Ég myndi svo sannarlega skipuleggja annan viðburði en í næsta skipti myndi ég bjóða EURES ráðgjöfum frá fleiri stöðum í Evrópu að koma og reyna einnig að skipuleggja atvinnuviðtöl á staðnum,“ segir Bernadette að lokum.
 
Frekari upplýsingar:
 
Leita að starfsdegi á EURES viðburðardagatalinu
 
 
Frekari upplýsingar um atvinnu- og búsetuskilyrði í mismunandi Evrópulöndum á EURES atvinnugáttinni.
 
Leita að starfi í EURES vinnugagnagrunninum
 
Leita að þjálfuðu starfsfólki í EURES CV gagnagrunninum.
 
Læra um hvað EURES getur gert fyrir atvinnurekendur.
 
 
* Stofnunin fyrir starfsþjálfun og atvinnumál hýsir Europe Direct og EURES.
** Nýjasta tölfræði frá Istat – hagstofu Ítalíu – fyrir þriðja þriðjung 2011. Héruðin sem falla hér undir eru Abruzzo, Apulia, Basilicata, Campania, Calabria, Molise, Sardinía og Sikiley.

« Til baka