Fréttir á vefsíðunni

Volvo eykur samstarf sitt við EURES

Sænski bílaframleiðandinn Volvo* jók samstarf sitt við EURES árið 2011 til þess að mæta þörfinni á auka 900 verkfræðingum með reynslu.  
 
Haustið 2011 tilkynnti Volvo að fyrirtækið myndi tvöfalda framleiðslu sína til þess að anna aukinni eftirspurn frá Kína. Í kjölfar stækkunarinnar þarf fyrirtækið á aukalega 900 verkfræðingum með reynslu að halda.   Þessar stöður eru fyrst og fremst fyrir einstaklinga með nokkra ára reynslu, sérstaklega í rannsóknar- og þróunarmálum. Volvo er einnig með 50 stöður í boði í þriggja ára háskólanemaáætlun sinni fyrir nýútskrifaða háskólanema. 
 
EURES hefur veitt starfsmönnum fyrirtækisins almenna ráðgjöf um flutninga og atvinnuleyfi í yfir sjö ár en undir lok 2011 var óskað eftir hjálp ráðgjafanna til þess að aðstoða við ráðningarferlið. 
 
„Það eru ekki nógu margir verkfræðingar í Svíþjóð til þess að anna eftirspurninni,“ útskýrir EURES ráðgjafinn Lena Westling. „Það og að fyrirtækið leitast við að hafa fjölbreytt vinnuafli en til að svo megi verða þarf að leita út fyrir landsteinana.“
 
Með röð viðburða, sem skipulagðir voru af EURES, í árslok 2011 í Danmörku, Spáni, Írlandi, Póllandi og Tékklandi hefur EURES aðstoðað fyrirtækið við að finna viðeigandi umsækjendur í allar stöður. Á einum viðburðinum í Valencia á Spáni hitti starfsfólk mannauðsskrifstofu Volvo spænska verkfræðinga sem höfðu sótt um laus störf hjá fyrirtækinu og farið í gegnum forval.   Í kring um 20 umsækjendur voru teknir í viðtal á staðnum af framkvæmdastjórum Volvo. Fulltrúar fyrirtækisins hittu einnig kennara við Háskólann í Valencia til að kynna sér hvernig verkfræðikennslan þar fari fram. Yfir 70 stúdentum var boðið að mæta á fund þar sem Volvo kynnti nýja áætlun sína fyrir háskólanema. Enn er verið að ráða í laus störf en fjölmargir umsækjendur frá þessum viðburðum hafa komist í gegnum forvalsáfangann.  
 
„Þökk sé samstarfsneti okkar getum við auðveldlega hjálpað fyrirtækjum eins og Volvo við að leita til annarra landa í Evrópu til þess að ráða besta umsækjandann í starfið. Þjónustan er algjörlega að kostnaðarlausu og þar sem við erum ekki að „selja“ eitt né neitt getum við verið hlutlausari þegar kemur að því að annast þarfir atvinnurekenda og atvinnuleitenda,“ segir Lena að lokum.
 
Frekari upplýsingar:
 
Leita að starfsdegi á EURES viðburðadagatalinu
 
 
Frekari upplýsingar um atvinnu- og búsetuskilyrði í mismunandi Evrópulöndum á EURES atvinnugáttinni.
 
Leita að starfi í EURES vinnugagnagrunninum
 
Læra um hvað EURES getur gert fyrir atvinnurekendur.
 
* Bílaframleiðandinn Volvo er staðsettur í Gautaborg í Svíþjóð en hefur verið í kínverskri eigu frá árinu 2010.

« Til baka