Fréttir á vefsíðunni

Aukið sjálfstraust fyrir aðstoðarkennara

Langar þig að búa hjá spænskri fjölskyldu í allt að níu mánuði og aðstoða í skólanum á staðnum – þar sem allur kostnaður er greiddur? Yfir 100 ungmenni frá Bretlandi hafa þegar skráð sig hjá áætlun á Spáni, sem nú er á sínu öðru ári, í von um góða uppskeru í nýju umhverfi.  
 
Mikil eftirspurn er eftir aðstoðarkennurum fyrir samtalskennslu í ensku í skólum í Katalóníu. Home to Home er spænskt fyrirtæki, sem skipuleggur tungumálanámsferðir erlendis, og aðstoðar skólana við að fylla í þessar stöður á hverju skólaári. Í samræmi við CAPS, áætlun fyrir aðstoðarkennara við samtalskennslu í skólum (e. Conversation Assistant Programme for Schools), ræður fyrirtækið fólk á aldrinum 18 - 28 ára til að starfa með kennurum, sérstaklega í grunnskólum í Barselóna. Verkefnin eru meðal annars aðstoðarkennsla í litlum samtalshópum, málverum, leiklistarsmiðjum og svo framvegis. Takmarkið er að hvetja börnin til að læra ensku – og framar öllu að gera tímana skemmtilega og spennandi.
 
Flestir aðstoðarkennararnir fá störf gegnum auglýsingar en árið 2011 fengu margir starf í gegnum evrópska atvinnudaga í Bretlandi. Lykilkröfur eru stúdentspróf í ensku (e. A-level) eða sambærileg gráða, enska sem móðurmál og hæfileiki til að vinna með börnum.
 
„Við höfum þegar fundið fjölmarga aðstoðarkennara fyrir spænska skóla svo þessi stuðningur borgar sig greinilega fyrir atvinnuleitendur, sem hafa hug á að starfa erlendis,“ segir Rosemary Riley, starfsmaður við mannaráðningar hjá Home to Home í Bretlandi.
 
CAPS aðstoðarkennurum býðst ókeypis fæði og húsnæði hjá sjálfboðafjölskyldum á staðnum auk ferða til og frá skóla. Þeir fá greiddan CAPS styrk mánaðarlega og eru hvattir til þess að bjóða upp á einkakennslu sem getur gefið þeim 15 evrur á tímann. Frekari ávinningur er auk þess dýrmæt kennslureynsla, tækifæri til að læra erlent tungumál (spænsku eða katalónsku) og - ef þeir ljúka árinu með árangursríkum hætti - viðurkenningarskjal auk fjölda meðmæla bæði frá skólanum og foreldrum. Aðstoðarkennurunum býðst líka gott tækifæri til að víkka sjóndeildarhringinn með því að kynna sér lífið og menninguna á staðnum.
 
 
 
 
Frekari upplýsingar:
 
 
Kynningardagur 2011 fyrir CAPS áætlunina
 
Blogg aðstoðarkennaranna
 
Leita að atvinnudegi á EURES viðburðardagatalinu
 
Frekari upplýsingar um atvinnu- og búsetuskilyrði í mismunandi Evrópulöndum á EURES atvinnugáttinni.
 
Leita að starfi í EURES vinnugagnagrunninum

« Til baka