Fréttir á vefsíðunni

Atvinnuleitandi fékk starf á staðnum á evrópskum atvinnudögum í Ríga

Atvinnuleitendur alls staðar að frá Lettlandi sóttu nýlega evrópska atvinnudaga í Ríga, þar sem þeir gátu fræðst um búsetu- og vinnuaðstæður á erlendri grundu.   Margir sóttu námskeið eða vinnusmiðjur um nýsköpun.  
 
Þetta var í þriðja skiptið, sem meginviðburður evrópskra atvinnudaga í Lettlandi var haldinn, og fór hann fram í höfuðborg landsins í lok síðasta árs. Viðburðurinn var skipulagður af EURES í Lettlandi og laðaði að sér um 5 000 gesti.
 
Ráðinn á staðnum
Einn af hápunktum viðburðarins var vinnusmiðja með raunverulegum leikurum og atvinnurekendum í óundirbúnum starfsviðtölum þar sem atvinnuleitendur fengu að sjá hvernig eigi að koma vel fyrir og sannfæra aðra um getu sína. Einn ákafur ungur áhorfandi var greinilega fljótur að læra því hann sannfærði lettneskt fyrirtæki á sviði smásölu að ráða sig á staðnum. 
 
Önnur vinnusmiðja, sem haldin var á sama tíma, hvatti ungt fólk til að íhuga að stofna eigið fyrirtæki. Þessi vinnusmiðja var hluti af Youth@Work - en það er verkefni á vegum framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins sem miðar að því að byggja brýr á milli ungs fólks og fyrirtækja. Um 130 gestir sóttu einnig aðrar vinnusmiðjur um markaðssetningu á Netinu og styrkjakosti ESB.
 
Tækifæri erlendis
 
Atvinnuleysi í Lettlandi hefur dregist saman en er þó hátt, eða rétt yfir 16%*. Ennfremur eru 38 manns um hvert laust starf samkvæmt Vinnumálastofnun Lettlands. 
 
Markmið viðburðarins var að upplýsa og veita fólki ráð um núverandi stöðu á vinnumarkaðinum ásamt um búsetu- og vinnuaðstæður í þeim níu löndum sem taka þátt í EURES (Danmörku, Þýskalandi, Eistlandi, Finnlandi, Lettlandi, Hollandi, Noregi, Póllandi og Bretlandi). Gestir ráðfærðu sig við þá 15 EURES ráðgjafa, sem voru til staðar, um atvinnumál í geirum eins og landbúnaði, hótel- og veitingaþjónustu og byggingar- og framleiðslugeirunum og fengu frekari upplýsingar um starfsmöguleika sína.
 
 
Frekari upplýsingar:
 
Fara á opinbera heimasíðu Youth@Work
 
Leita að atvinnudegi á EURES viðburðardagatalinu
 
 
Frekari upplýsingar um atvinnu- og búsetuskilyrði í mismunandi Evrópulöndum á EURES atvinnugáttinni.
 
Leita að starfi í EURES vinnugagnagrunninum
 
Leita að þjálfuðu starfsfólki í EURES CV gagnagrunninum.
 
*Eurostat, annar ársfjórðungur 2011

« Til baka