Fréttir á vefsíðunni

Frá Tékklandi til Noregs

Lenku Lorencovu, frá Tékklandi, dreymdi um evrópsk ævintýri og fann, með hjálp EURES, spennandi og gefandi starf í Noregi.
 
Þegar Lenka Lorencova, sem er með meistaragráðu í hagfræði og stjórnun, leitaði eftir starfi í Evrópu þurfti hún að taka margar erfiðar ákvarðanir. Lenka, sem er vel menntuð, með reynslu og talar mörg tungumál, var tilbúin til að flytja til ýmissa ESB landa en það voru norskir lifnaðarhættir og þjónusta EURES í Noregi sem gerði gæfumuninn.
 
Þegar Lenka var í fríi í Noregi setti hún sig í samband við norska EURES ráðgjafann, Vegard Kaarbø, sýndi honum ferilskrána og ræddi við hann um starfsmöguleika sína og í kjölfarið hóf hún að leita að starfi. Í byrjun gekk henni ekki vel að finna starf svo hún íhugaði að hætta leitinni. En þökk sé Vegard, sem greip til sinna ráða og bauð henni að koma á atvinnusýningu EURES í Þrándheimi til að hitta hugsanlegan vinnuveitanda, tók atvinnuleitin nýja stefnu. 
 
Á atvinnusýningunni var framkvæmdastjórinn, Kjell Magnus Krog, að kynna fyrirtækið sitt Norbitech AS, en það er norskt fyrirtæki með 30 ára reynslu í því að bjóða upp á ýmiss konar rafmagnsþjónustu og –vörur og var hann að leita að væntanlegum verkfræðingum. Norbitech AS nýtir sér þjónustu EURES til hins ítrasta til að finna starfsmenn í sumar stöður í fyrirtækinu sem erfitt er að ráða í. „Ég hitti Lenku á atvinnusýningunni í Þrándheimi og sá að hún bjó yfir reynslu úr bifvélaiðnaðinum og var með öfluga ferilskrá. 60% af veltu fyrirtækisins kemur frá útflutningi, svo ég sá strax tækifæri til að nýta hæfileika hennar,“ segir Kjell.
 
Lenka var þvínæst ráðin til starfa hjá Norbitech AS, sem aðalviðskiptastjóri, og eru starfsskyldur hennar fjölbreyttar, víðtækar og krefjandi. „Ég er aðalviðskiptastjóri en ég starfa á ýmsum tengdum sviðum líka,“ segir Lenka. Með bjarta framtíð hjá fyrirtækinu, þjálfun í norsku og ástríðu fyrir Noregi virðist þetta vera árangurssaga til að skrifa heim um, „ég elska Noreg, ann starfi mínu hér og ráðgeri svo sannarlega að dvelja um kyrrt.“
 
Frekari upplýsingar:
 
Leita að starfsdegi á EURES viðburðardagatalinu
 
 
Frekari upplýsingar um atvinnu- og búsetuskilyrði í mismunandi Evrópulöndum á EURES atvinnugáttinni.
 
Leita að starfi í EURES vinnugagnagrunninum
 
Leita að þjálfuðu starfsfólki í EURES CV gagnagrunninum.
 
Læra um hvað EURES getur gert fyrir atvinnurekendur.

« Til baka