Fréttir á vefsíðunni

Engar hindranir fyrir því að finna næsta starf

Saint-Julien-en-Genevois í Haute-Savoie sýslunni (départément) í Frakklandi hélt sinn fyrsta evrópska atvinnudag í lok síðasta árs. Yfir 2000 atvinnuleitendur, aðallega frá Frakklandi og Sviss, komu á atburðinn í leit að atvinnutækifærum.
 
Sökum nálægðar sinnar við Genf í Sviss, var bærinn fullkomin staðsetning fyrir atvinnudag. Yfir 45% íbúa Saint-Julien-en-Genevois ferðast kílómetrana yfir landamærin til vinnu á hverjum degi. Haute-Savoie département hefur almennt um 100 000 starfsmenn, sem vinna yfir landamæri, og stærir sig af íbúum af 90 mismunandi þjóðernum.
 
Eitthvað fyrir alla
Endurþjálfun og breytingar á starfsferli voru mikilvæg þemu á þessum fyrsta atvinnudegi svæðisins. Atvinnuleysi er nú um stundir 10% og er stærsti hópurinn yfir 45 ára aldri. Það er ástæðan fyrir því að atvinnudagurinn höfðaði sérstaklega til þessa aldurshóps með upplýsingum um endurþjálfun til að standast kröfur um nýja kunnáttu á svæðinu.
 
Önnur verkefni beindust að því að efla atvinnu meðal ungs fólks. „Við vorum með netsvæði þar sem 22 ungir einstaklingar á aldrinum 20 til 35 ára tóku þátt í vídeóviðtölum við sex fyrirtæki sem voru að leita að hótel- og veitingamönnum. Tveir umsækjendur voru valdir á staðnum,“ segir André af ákafa.
 
Í heildina voru 80 fyrirtæki á staðnum og buðu þau samtals upp á yfir 300 laus störf. Fyrirtækin fengu á milli 50 og 200 ferilskrár yfir daginn fyrir störf í geirum allt frá ferðamennsku, viðskiptum, landbúnaði og upplýsingatækni. 
 
„Við áætlum að það hafi verið um 250 ráðningar bara út af þessum eina atvinnudegi,“ segir André. „Atvinnurekendur voru ánægðir með hæfileika og fjölda umsækjenda. Atvinnudagur næsta árs verður enn stærri,“ segir André að lokum.
 
Hvað er í nafninu?
Pas de frontière pour votre emploi de demain” (bókstaflega: engar hindranir fyrir starf morgundagsins) var heiti þessa fyrsta atvinnudags. Valið á heitinu var engin tilviljun. „Nafnið var valið af þremur ástæðum. Atburðurinn sameinaði tvær stjórnsýslulegar départements, Haute Savoie og Pays de Gex í Ain. Heitið viðurkennir að fólk geti unnið og vinni á milli Frakklands og Sviss. Það viðurkennir einnig þá staðreynd að það felast engar hindranir í því að breyta um starfsferil og atvinnu á starfsævinni,“ útskýrir André Bonier, EURES ráðgjafi og skipuleggjandi atvinnudagsins.
 
 
Frekari upplýsingar:
 
Frekari upplýsingar um atvinnu- og búsetuskilyrði í mismunandi Evrópulöndum á EURES atvinnugáttinni.
 
Leita að starfi í EURES vinnugagnagrunninum
 
Leita að þjálfuðu starfsfólki í EURES CV gagnagrunninum.

« Til baka