Fréttir á vefsíðunni

Finnskur nemi fær vinnu á austurrískum skíðastað

Finnski neminn, Henna Jalkanen, var hafði verið að leita að vinnu í Helsinki þegar hún rakst á EURES gáttina og sá atvinnuauglýsingu um veitingastarf á Stubaier glacier skíðasvæðinu í Austurríki. Hún setti sig strax í samband við EURES ráðgjafa í Finnlandi.  
 
„Þetta var síðasti dagurinn fyrir umsóknir svo ég hringdi til að spyrja hvort ég hefði enn tíma til að sækja um,“ segir Henna. „Ég bókaði tíma hjá EURES ráðgjafanum Mari Turunen, sem aðstoðaði mig við að gera umsóknarbréfið og veiti mér miklar upplýsingar um atriði, sem varða búsetu og atvinnu í Austurríki,“ útskýrir hún.  
 
Eftir að hafa tekið þýskupróf voru upplýsingarnar um hana sendar áfram til skíðasvæðisins til skoðunar. „Nokkrum dögum seinna, þegar ég heyrði að ég hefði verið valin, dansaði ég um húsið, ég var það spennt,“ segir Henna mjög hrifin.  
 
„EURES ráðgjafinn kom mér meira að segja í samband við aðra stelpu frá Finnlandi, sem mun líka vinna á sama stað, svo við gætum ferðast saman til Austurríkis. Hjálpin, sem ég fékk frá EURES, hefur verið frábær. Það er svo mikið af hlutum, sem þarf að vita um, áður en farið er erlendis. Án þessarar hjápar hefði þetta orðið mun erfiðara,“ segir Henna. 
 
Tungumálið var engin hindrun
„Í fyrstu þurfti ég að venjast mállýskunni, sem töluð er hér á svæðinu, en ég hafði lært þýsku í skóla svo það var ekki of erfitt. Ég hafði líka verið skiptinemi í Austurríki, en það var þá sem ég varð ástfangin af landinu. Ég get ekkert að því gert að ég fer aftur á aftur til landsins,“ segir hún.
 
En reynslan snýst ekki bara um að bæta tungumálakunnáttuna eða dveljast um tíma í Austurríki. „Mig langar að læra ferðamálafræði svo þetta er frábært tækifæri til að sjá á eigin skinni hvernig það er að starfa í greininni,“ útskýrir hún. 
 
„Ráð mitt til þeirra sem eru að íhuga að flytjast erlendis væri: ef þú færð tækifærið, stökktu þá á það!“ segir hún að lokum. 
 
 
 
Frekari upplýsingar:
 
 
Frekari upplýsingar um atvinnu- og búsetuskilyrði í mismunandi Evrópulöndum á EURES atvinnugáttinni.
 
Leita að starfi í EURES vinnugagnagrunninum
 
Leita að þjálfuðu starfsfólki í EURES CV gagnagrunninum.

« Til baka