Fréttir á vefsíðunni

Pólskt hérað berst við atvinnuleysið

EURES ráðgjafar í pólska héraðinu Warmia-Mazury eru í forystu verkefna, sem snúa að því að ná tökum á miklu atvinnuleysi á svæðinu.
 
Héraðið Warmia-Mazury er staðsett í norðausturhluta Póllands, sem er nálægt bæði hólmlendunni Kaliningrad og baltnesku ríkjunum, býr við viðvarandi hátt hlutfall atvinnuleysis. 
 
Atvinnuleysi í Póllandi mældist 11.6% í september 2011 en í Warmia-Mazury nær talan 18.5% og fer upp í 22.3% hjá einstaklingum undir 25 ára aldri. EURES ráðgjafar í héraðinu, sem þurfa að vinna með svona háar tölur, hafa haft frumkvæði að fjölda verkefna til að berjast við atvinnuleysið og sérstaklega atvinnuleysi meðal ungs fólks.
 
Þar sem svæðið byggir afkomu sína að mestu á landbúnaði og miklar vegalengdir eru á milli bæja og vandamál eru í innviðum samfélagsins, vinna EURES ráðgjafar hörðum höndum við að tryggja að ungt fólk sé búið undir flutninga innan Evrópu til að stækka atvinnuleitarsvæði þeirra og auka möguleika þeirra á að finna starf. „Við eru með nokkra viðburði, sem beinast að ungu fólki, allt frá fundum með menntaskólanemum til að kynna þeim starf okkar og kosti þeirra í framtíðinni yfir í viðburði fyrir háskólanema við háskólana þrjá á svæðinu,“ útskýrir Anna Dolistowska-Buza, EURES ráðgjafi í Warmia-Mazury héraðinu.
 
EURES ráðgjafar á svæðinu hafa einnig reynt að hafa verkefnin, sem mest án aðgreiningar, til dæmis með því að reyna að fá fólk með fötlun á vinnumarkaðinn.
 
Einn af aðalviðburðunum og ímynd þess hvernig EURES reynir að takast á við atvinnuleysisvandamálið í héraðinu var haldinn 12. október. Á Evrópustefnu frumkvöðla komu heimamenn og alþjóðlegir eða evrópskir atvinnurekendur saman ásamt atvinnuleitendum og ráðningarsérfræðingum. Með EURES ráðgjafa frá 11 löndum á staðnum, vinnusmiðjur í gangi allan daginn og yfir 900 þátttakendur í pallborðsumræðum eins og „Get ég orðið frumkvöðull?“ var hér um að ræða lykilviðburð í því að víkka sjóndeildarhringinn hjá þeim atvinnulausu í Warmia-Mazury.
 
 
Frekari upplýsingar:
 
Leita að starfsdegi á EURES viðburðardagatalinu
 
 
Frekari upplýsingar um atvinnu- og búsetuskilyrði í mismunandi Evrópulöndum á EURES atvinnugáttinni.
 
Leita að starfi í EURES vinnugagnagrunninum
 
Leita að þjálfuðu starfsfólki í EURES CV gagnagrunninum.
 
Læra um hvað EURES getur gert fyrir atvinnurekendur

« Til baka