Fréttir á vefsíðunni

Stefnan sett á hafsjó tækifæra

Atvinnumálastofnun sambandsríkisins í Ravensburg í Þýskalandi tók höndum saman við EURES um að bjóða atvinnuleitendum, sem hafa áhuga á að vinna milli landa, upp á öðruvísi Evrópskan atvinnudag. Þessi var haldinn um borð í báti á Bodensee.
 
Í fjórða skipti í september 2011, hífði atvinnuferjan seglin milli Friedrichshafen í Þýskalandi og Romanshorn í Sviss. Atburðurinn, sem laðaði að sér yfir 350 manns, snérist um að hvetja til atvinnu milli landamæra á svæðinu í kring um Bodensee. 
 
Fólk, sem ferðast milli landa fyrir vinnu er, um 1,5 milljón af 212 milljón starfsmönnum í Evrópu. Hjá EURES Bodensee, sem tekur til Bodensee svæðisins þar sem Austurríki, Þýskaland og Sviss eiga landamæri að vatninu er hlutfallið vel yfir meðallagi. „Árið 2000 voru um 31 600 manns á svæðinu sem fóru á milli landa fyrir vinnu. Í dag eru þeir fleiri en 48 000, sem er aukning um meira en 50 %,“ útskýrir Albert Thumbeek, yfirmaður atvinnumálastofnunar sambandsríkisins í nærliggjandi Lindau.
 
Sviss er vinsælasti áfangastaðurinn á svæðinu hjá fólki, sem fer á milli landa fyrir vinnu, með yfir 26 400 manns sem hafa valið að starfa þar. Liechtenstein kemur svo í kjölfarið með 17 000, Austurríki með 3 000 og 1 800 manns velja að fara yfir vatnið yfir í þýska hluta svæðisins. 
 
Eru upplýsingar í boði fyrir, fólk sem fer á milli landa fyrir vinnu, frábrugðnar að einhverju leyti þeim sem í boði eru á venjulegum Evrópskum atvinnudegi? „Fólk, sem ferðast á milli landa vinnu sinnar vegna, þarf alltaf að eiga við tvö lönd og þar er munur á, sérstaklega í skattalöggjöfinni,“ útskýrir Albert. 
 
„Aðrar mikilvægar upplýsingar fyrir fólk, sem ferðast á milli landa vinnu sinnar vegna, snýr að vernd gegn uppsögnum, sjúkratryggingum og launum,“ bætir hann við. 
 
Þá tvo klukkutíma, sem ferðin tekur fram og til baka, fengu EURES ráðgjafar frá Austurríki, Þýskalandi, Liechtenstein og Sviss tækifæri til að veita atvinnuleitendum og námsmönnum upplýsingar um þau fjölbreyttu atvinnutækifæri sem bjóðast sé unnið yfir landamæri. Ungt fólk lærði um nám á Bodensee svæðinu auk þess um skiptiáætlanir fyrir starfsnema. 
 
 
Frekari upplýsingar:
Leita að starfsdegi á EURES viðburðardagatalinu
 
 
Frekari upplýsingar um atvinnu- og búsetuskilyrði í mismunandi Evrópulöndum á EURES atvinnugáttinni.
 
Leita að starfi í EURES vinnugagnagrunninum

« Til baka