Fréttir á vefsíðunni

Framaráð á Netinu við fingurgómana

Nýleg atvinnustefna í Netheimum bauð atvinnuleitendum upp á tækifæri til að læra allt, sem þeir þurfa að vita, um störf erlendis, í þægindunum heima í stofu.
 
Atburðurinn, sem skipulagður var af Monster Polska, pólskum hluta atvinnusíðunnar Monster, var frábær lausn fyrir atvinnuleitendur sem hvorki hafa tíma né ráð á því að eyða löngum tíma á hefðbundnum atvinnustefnum. EURES tók þátt með EURES ráðgjöfum, sem nettengdir voru allan daginn, og aðstoðuðu fólk, sem er að íhuga að flytjast til annars Evrópulands í atvinnuskyni.  
 
Atvinnurekendur voru til taks á sýndarbásum ásamt EURES ráðgjöfunum Maciej Trędota og Dariusz Mrozek, sem veittu aðstoð og upplýsingar í gegnum skilaboðaskjóðu, spjall í rauntíma og skjalasafn. EURES básinn var næst stærstur, með móttöku, framaherbergi og myndbandsherbergi og tvo ráðgjafa sem svöruðu hundruðum spurninga frá atvinnuleitendum. Gestir gátu einnig gert ráðstafanir fyrir einkaspjall á Skype.
 
„Framaherbergið sýndi öll laus störf sem EURES var að auglýsa í Póllandi. Okkur bárust nokkur hundruð ferilskrár fyrir sum af þeim og einnig voru framaráð og kynningar og annað efni og bæklingar í boði,“ segir Maciej.
               
„Við skipulögðum líka námskeið á Netinu um EURES og hvernig eigi að undirbúa sig fyrir starf erlendis, en þar var ég með kynningu í gegnum vefmyndavél. Þátttakendur sáu mig og heyrðu og þeir gátu spurt spurninga á spjallinu. Dariusz stjórnaði spurningum og sendi hlekki og upplýsingar á spjallinu.“
 
Þetta var þriðja atvinnustefnan í sýndarheimum, sem haldin var í Póllandi, en fyrstu tvær löðuðu að sér næstum því 84 000 og 166 000 notendur hvor um sig, alls staðar að úr Póllandi og jafnvel utan þess.
 
„Við höfum tekið þátt í öllum þremur [atvinnustefnum á Netinu] og í hvert skipti voru þær spennandi og mjög gagnlegar. Okkur bárust fjölmargar ferilskrár fyrir laus störf og við sendum þær áfram til atvinnurekenda. Ég yrði undrandi ef enginn af þeim fyndi vinnu,“ segir Maciej að lokum.
 
Meðal atvinnurekenda, sem voru þátttakendur í nýjustu atvinnustefnunni á Netinu, voru Accenture, BPH Bank, Decathlon, KPMG International, Luxoft, Infosys, Motorola Póllandi, PWC, Samsung, Orange og Nokia Siemens Networks.
 
Frekari upplýsingar:
 
Leita að atvinnudegi á EURES viðburðardagatalinu
 

« Til baka