Fréttir á vefsíðunni

Hreyfanleiki eins starfsmanns leiddi til langs starfsframa

Þegar Elisabetta Marigliano frá Napóli á Ítalíu fékk námsvist í meistaranámi við Paris-Sorbonne háskólann í Frakklandi, vissi hún að hún þyrfti að finna starf til að bæta fjárhaginn. Það var þá sem hún snéri sér til EURES á Ítalíu fyrir aðstoð. Þrettán árum síðar vinnur hún enn fyrir sama fyrirtækið: Disneyland í París
 
„Ráð mitt til allra þeirra, sem eru að íhuga að starfa erlendis, er að láta reyna fyrst á starfsnám í landinu, sem viðkomandi er að velta fyrir sér, til þess að sjá hvort það henti viðkomandi að búa og starfa erlendis. Auðvitað að panta líka tíma hjá EURES ráðgjafa á þínum stað og spyrja þá eins margra spurninga og þú getur,“ ráðleggur hún.
 
Hafa samband við EURES
Þegar Elisabetta hafði samband við EURES á Ítalíu fyrir öllum þessum árum, dreymdi hana ekki einu sinni um að aðstoðin, sem hún væri í þann veginn að fá við að finna starf í Frakklandi, myndi leiða til langvarandi og blómstrandi frama í öðru landi. 
 
„Vinur minn sagði mér frá EURES, og útskýrði að þetta væri miðstöð sem gæti hjálpað mér að finna tengiliði og atvinnu. Svo ég bókaði tíma. Guglielmina De Simone, EURES ráðgjafi í Napólí hjálpaði mér mjög mikið. Hún kynnti mér Disneyland í París, sýndi mér fjölmörg laus störf, veitti mér upplýsingar um hvers yrði vænst af mér í starfsviðtalinu og blés mér í brjóst sjálfstrausti um að ég gæti þetta. Hún var til staðar við hvert skref í ráðningarferlinu,“ segir Elisabetta.  
 
Fyrsta skrefið
Eftir starfsviðtal í Bologna á Norður-Ítalíu árið 1999 bauðst Elisabettu samningur við Disneyland í París. „Ég byrjaði á tímabundnum átta mánaða samningi og vann í búðinni. Síðan bauðst mér fastur samningur, 28 vinnustundir á viku, sem gaf mér kost á að blanda saman vinnu og námi. Þegar ég lauk við meistaranámið sótti ég um og fékk starf á fréttaskrifstofunni. Það er Guglielmina og EURES að þakka að ég er hér í dag að vinna fyrir Disney,“ staðhæfir Elisabetta, sem nú er sérfræðingur í fyrirtækjasamskiptum hjá Disneylandi í París.  
 
Spurð hvort hún hefði sjálf getað fundið slíkt starf án aðstoðar EURES svarar Elisabetta með afdráttarlausu „nei“ og bætir við að það voru hagnýtu ráðin og persónulega aðstoðin sem gerði það að verkum að hún sóttist eftir starfinu. Án slíkrar hvatningar hefði ég kannski ekki sótt um starfið. 
 
 
Frekari upplýsingar:
 
 
Frekari upplýsingar um atvinnu- og búsetuskilyrði í mismunandi Evrópulöndum á EURES atvinnugáttinni.
 
Leita að starfi í EURES vinnugagnagrunninum

« Til baka