Fréttir á vefsíðunni

Stúdentavettvangur leiðir slóvenska stúdenta til móts við framtíðina

Október í Ljúbljana, Slóveníu: upphaf háskólaársins og hins árlega Stúdentavettvangs – nýnemakynningar þar sem stúdentum eru kynntir allir möguleikar þeirra á frístundastarfi í slóvensku höfuðborginni. Á meðal líkamsræktartíma, fulltrúa frá kínverskum háskóla, förðunarvara og trúfélaga var EURES á staðnum til að veita háskólanemum upplýsingar um möguleikana á að finna starf annars staðar í Evrópu að námi loknu.
 
Fyrir utan féll fyrsti snjór ársins en inni í sýningar- og ráðstefnuhöllinni í Ljúbljana var hiti í hlutunum enda fjölmargir gestir viðstaddir. Í heild sóttu 18 000 háskólanemar Stúdentavettvanginn yfir þá þrjá daga sem atburðurinn stóð. 
 
„Ég mun bráðlega ljúka námi í eðlisfræði og er byrjaður að líta í kring um mig á vinnumarkaðinum. Þó að ég gæti hugsað mér að fara í framhaldsnám að þá væri áhugavert að vera með vinnureynslu erlendis frá í hvaða grein sem er, ekki bara eðlisfræði. Þar sem ég bý yfir ágætri enskukunnáttu er ég að vonast til að finna starf í Bretlandi eða Írlandi,“ segir Martin Vavpotič, einn af gestunum á EURES básnum á atburðinum.
 
En Martin er ekki dæmigerður fyrir hinn almenna Slóvena. Í samanburði við önnur aðildarríki ESB að þá hefur Slóvenía lítið hlutfall hreyfanleika bæði í landfræðilegu og atvinnulegu tilliti samkvæmt rannsókn um hreyfanleika í Evrópu*. Ein af ástæðum þessa gæti verið sú, að Slóvenía, með um tvær milljónir íbúa, er með 7,8% atvinnuleysi, sem er lægra en meðaltalið í ESB, sem er 9,5%**.
 
EURES básinn var hluti af stærra ESB verkefni, „Ungt fólk á faraldsfæti“ en það sameinar öll ESB verkefni, sem styðja við hreyfanleika ungs fólks, undir einn hatt. Auk EURES tóku Europass, Eurodesk, Solvit og Erasmus, svo fátt eitt sé nefnt, þátt í atburðinum.
 
„Það er mikilvægt fyrir EURES að taka þátt í atburðum sem þessum. Þrátt fyrir að stúdentar séu ekki fyrst og fremst hér til að leita að starfi að þá munu þeir bráðlega byrja atvinnuleitina og þegar þar að kemur er gott fyrir þá að vita af EURES og hvað við bjóðum upp á,“ segir Nada Senada Plestenjak, starfsmaður hjá EURES í Slóveníu. 
 
 
 
Frekari upplýsingar:
 
Leita að starfsdegi á EURES viðburðardagatalinu
 
 
Frekari upplýsingar um atvinnu- og búsetuskilyrði í mismunandi Evrópulöndum á EURES atvinnugáttinni.
 
Leita að starfi í EURES vinnugagnagrunninum
 
 
** Atvinnuleysistölur frá Eurostat, ágúst 2011.

« Til baka