Fréttir á vefsíðunni

European Job Days 2011

Í kjölfarið af árangursríkum European Job Days 2010 voru atvinnudagar haldnir um alla Evrópu árið 2011. Atburðirnir, sem skipulagðir eru af EURES, miða að því að stefna saman atvinnuleitendum og vinnuveitendum í árangursríku umhverfi.
 
European Job Days eru venjulega sóttir af vinnuveitendum, atvinnuleitendum og ráðningarsérfræðingum ásamt fjölmörgum samtökum úr opinbera og einkageiranum sem starfa á sviði hreyfanleika vinnuafls. Atvinnuleitendur geta rætt beint við vinnuveitendur (stundum jafnvel farið í atvinnuviðtöl) ásamt því fá ávinning af miklu magni upplýsinga og sérfræðikunnáttu sem boðið er upp á.
 
The European Job Days – Brussels í Brussel í Belgíu 1. október löðuðu að sér yfir 10 000 umsækjendur frá 38 mismunandi löndum. Á atburðinum voru svæði tileinkuð nýsköpun, svo sem EURES þorpið þar sem EURES ráðgjafar frá yfir 20 löndum voru til staðar til að spjalla við og aðstoða gesti. The European Job Day var einnig með svæði sem nefndist búðu til þitt eigið starf þar sem úrræði og gerendur á sviði nýsköpunar ungs fólks voru til staðar til að aðstoða og hvetja unga evrópska ríkisborgara til að hefja eigin rekstur.
 
Í ár var European Job Day í Tallinn, Eistlandi haldinn 14. október og sóttu tíu mismunandi vinnuveitendur frá margvíslegum geirum eins og ferðamennsku, byggingariðnaði, upplýsingatækni og heilbrigðisgeiranum atburðinn í leit að áhugasömum og hæfileikaríkum atvinnuleitendum. Disneyland í París var einungis einn af þekktum atvinnurekendum, sem sóttu atburðinn, svo ekki sé minnst á Kuopio háskólasjúkrahúsið í Finnlandi og L’Osteria frá Þýskalandi. Sænska fyrirtækið Curly Trading AB og Kuopio háskólasjúkrahúsið voru tveir sérstaklega ánægðir vinnuveitendur, sem þegar höfðu lokið starfsviðtölum við áhugasama umsækjendur, á atburðinum. Auk kynninga frá EURES ráðgjöfum um búsetu- og atvinnuskilyrði í viðkomandi löndum að þá voru embættismenn frá skattstofum og heilbrigðisþjónustunni úr ýmsum aðildarríkjum viðstaddir til að veita hagnýt ráð.
 
 
Frekari upplýsingar:
 
Leita að starfsdegi á EURES viðburðardagatalinu
 
 
Frekari upplýsingar um atvinnu- og búsetuskilyrði í mismunandi Evrópulöndum á EURES atvinnugáttinni.
 
Leita að starfi í EURES vinnugagnagrunninum
 
Leita að þjálfuðu starfsfólki í EURES CV gagnagrunninum.
 
Læra um hvað EURES getur gert fyrir atvinnurekendur.
 
 

« Til baka