Fréttir á vefsíðunni

Amazon.com: EURES aðstoðar við að ráða fólk yfir hátíðirnar

„Getið þið sent okkur 100, 200 eða jafnvel 500 starfsmenn?“ Þetta var spurningin sem fjölþjóðlega ameríska Netverslunin Amazon.com bar nýlega upp við EURES ráðgjafa í Svíþjóð. Amazon.com þurfti að ráða starfsmenn í aðalvöruhús sitt í Evrópu, sem staðsett er í Bad-Hersfeld í Þýskalandi, til að ráða við hinn óumflýjanlega annatíma í kring um hátíðirnar.   
 
Mona-Lisa Johannesson, EURES ráðgjafi í Norrköping í Svíþjóð, borg með 87 000 íbúa, fannst nógu mikil áskorun í því að finna 100 starfsmenn. 
 
„Við settum bæklinga á skrifstofur hjá opinberu vinnumiðluninni og auglýstum laus störf á EURES gáttinni. En ég áttaði mig fljótt á því að þetta væri ekki nóg. Ég þurfti að koma skilaboðunum á framfæri í stórum stíl svo að ég setti mig í samband við sjónvarpsstöðina á staðnum. Þeir vildu að við myndum greiða fyrir auglýsingu en ég hélt því fram að það væri fréttaefni að leitað væri eftir 100 starfsmönnum á sama tíma,“ útskýrir Mona-Lisa.
 
Það var raunin. Viku áður en ráðningaratburðurinn átti sér stað hinn 13. október 2011, var búið að sýna frétt um ráðningarnar í sjónvarpinu. Tækifærið í boði var að vinna fyrir Amazon.com í Þýskalandi í nóvember og desember 2011. „Ég kom því skýrt á framfæri við Amazon.com að það væri ómögulegt að senda unga Svía til Þýskalands í tvo mánuði án þess að bjóða upp á gistingu og greiða ferðakostnað, sérstaklega þar sem launin í boði voru lág samanborið við laun í Svíþjóð,“ segir Mona-Lisa. Amazon.com samþykkti þessa tilhögun og réði fyrirtæki til að skipuleggja gistingu, ferðir og fæði á sanngjörnu verði.
 
Á ráðningaratburðinum tóku EURES Þýskalandi, EURES Svíþjóð og Amazon.com starfsviðtöl við 183 umsækjendur. Mikilvægasta krafan var sú að atvinnuleitandinn þurfti að geta talað annaðhvort þýsku eða ensku. Margir atvinnuleitendur höfðu spurningar um skattamál eða atvinnu- og búsetuskilyrðin í Þýskalandi og EURES var til staðar til að veita þau svör. En um Amazon.com „varð fyrirtækið forviða á gæðum umsækjendanna og ákvað að ráða 75 einstaklinga til starfa á þessum ráðningaratburði, þeir munu halda til Þýskalands í nóvember 2011,“ segir Mona-Lisa að lokum. 
 
Frekari upplýsingar:
 
Leita að starfsdegi á EURES viðburðardagatalinu
 
 
Frekari upplýsingar um atvinnu- og búsetuskilyrði í mismunandi Evrópulöndum á EURES atvinnugáttinni.
 
Leita að starfi í EURES vinnugagnagrunninum
 
Leita að þjálfuðu starfsfólki í EURES CV gagnagrunninum.
 
Læra um hvað EURES getur gert fyrir atvinnurekendur.
 
 

« Til baka