Fréttir á vefsíðunni

Atvinnudagur á Kýpur: ný nálgun á hefðbundið þema

Október var upphafið að röð atvinnudaga í evrópskum borgum. EURES á Kýpur stóð fyrir tveimur slíkum atburðum í ár. En nýrri nálgun var beitt á hefðbundna framkvæmd.
 
Í heildina sóttu 200 manns, sem margir hverjir höfðu nýlokið námi, atburðina tvo í haustsólinni – annar í Níkósíu 24. október og hinn í Limassol 26. október. Ólíkt fyrri árum sameinuðu atburðirnir tvö evrópsk verkefni – Evrópskan atvinnudag og Youth@Work og frumkvöðlafræði. 
 
Báðir atburðirnir fólu í sér hluta þar sem farið var yfir starf EURES ásamt því að farið var yfir ESB verkefni sem eiga að efla hreyfanleika. Um eftirmiðdaginn færðist fókusinn yfir á Youth@Work (herferð til að efla samband ungs fólks og lítilla fyrirtækja) og frumkvöðlafræði. 
 
Fundirnir reyndu að veita eins mikið af hagnýtum ráðum og kostur var um hvernig eigi að hefja fyrirtækjarekstur, hvernig eigi að gera viðskiptaáætlun og hvernig ungt fólk geti fjármagnað hugmyndir sínar með örfjármögnun. Einnig voru veittar upplýsingar um verkefnið Erasmus fyrir unga frumkvöðla fyrir þá, sem höfðu áhuga á því að læra af reyndum frumkvöðlum, í öðru Evrópulandi. Hápunkturinn var hins vegar fjöldi hvatningarræðna sem framámenn í viðskiptalífinu héldu. 
 
„Hvatningarræður reynslubolta í atvinnulífinu þar sem þeir ræddu um eigin reynslu heppnuðust gríðarlega vel,“ segir Antonis Kafouros, framkvæmdastjóri EURES á Kýpur. „Þetta var í fyrsta skiptið sem við reyndum fyrir okkur með svona nokkuð.“ 
 
„Þessir tveir atburðir heppnuðust mjög vel.“ Það var mikill áhugi á ráðgjöf til frumkvöðla svo við munum halda áfram með þessa hugmynd. Við fengum svo mikið af jákvæðum umsögnum, bæði frá þátttakendum en einnig frá atvinnu- og almannatryggingaráðuneytinu. Við munum klárlega endurtaka leikinn,“ segir ánægður Antonis að lokum. 
 
 
Frekari upplýsingar:
 
Leita að starfsdegi á EURES viðburðardagatalinu
 
 
Frekari upplýsingar um atvinnu- og búsetuskilyrði í mismunandi Evrópulöndum á EURES atvinnugáttinni.
 
Leita að starfi í EURES vinnugagnagrunninum
 
Leita að þjálfuðu starfsfólki í EURES gagnagrunninum fyrir ferilskrár.
 
Læra um hvað EURES getur gert fyrir atvinnurekendur.
 

« Til baka