Fréttir á vefsíðunni

Hvað á að gera og hvað ber að varast þegar starfsnám er íhugað

Hefur þú nýlega lokið háskólanámi og skoðar nú starfsauglýsingarnar í von um að hefja starfsframa? Hefur þú áhyggjur yfir því að búa ekki yfir nægjanlegri reynslu? Starfsnám erlendis gæti verið lausnin.
 
Í besta falli er það áskorun að finna vinnu, sérstaklega þegar námi er nýlokið og reynsluna skortir. Til að fá vinnu þarf reynslu, til að öðlast reynslu þarf vinnu… vísbendingu…starfsnám.
 
Starfsnám getur einmitt kennt þá færni, sem forystumenn í evrópsku viðskiptalífi eru að leita eftir, svo sem: sjálfsöryggi, samvinnu, sjálfshvatningu, færni í að kynnast öðrum og koma fram svo ekki sé minnst á reynsluna auðvitað.Starfsnám er gott tækifæri til að kynnast fólki og tryggja að ekki finnist óheppilegar „eyður“ í ferilskránni. Allt eru þetta góð tól til að aðstoða þig við að taka fyrstu skrefin á vinnumarkaðnum.
 
Það er mikið af fyrirtækjum, sem bjóða þeim sem nýlokið hafa háskólanámi, upp á starfsnám. Ef þig langar að öðlast reynslu á erlendri grund að þá má finna upplýsingar á heimasíðu Eurodyssée (lestu greinina: Tvær leiðir til að hefja Evrópuupplifunina) um starfsnám fyrir fólk á aldrinum 18 til 30 ára í þrjá til sjö mánuði. . Auðvitað er einnig alltaf hægt að setja sig í samband við EURES ráðgjafa. 
 
En stöldrum aðeins við, nokkur atriði ætti að hafa í huga áður en boði um starfsnám er tekið. Þrátt fyrir augljósan ávinning af starfsnámi að þá er fjárhagslegur ávinningur oft ekki til staðar. Á meðan sum fyrirtæki líta á starfsnám, sem leið til að koma auga á og ráða hæfileikaríkt fólk til starfa, eru önnur sem láta aðrar ástæður ráða för. Sumt starfsnám hefur þau áhrif á ungt fólk að því finnst það illa launað (eða alls ekki launað), þrælað út og almennt notað. „Þegar gott jafnvægi er á málum að þá getur starfsnám verið fullkomið atvinnusamband - og allir hagnast. En það þarf að gæta sín á fyrirtækjum sem sjá starfsnema einungis sem auka hendur. Markmiðið er að læra nýja hluti og bæta við þá þekkingu sem þegar er til staðar. Ef slíkt er ekki raunin að þá er ávinningurinn ekki mikill,“ segir Diane Carvalho frá Eurodyssé.
 
En ekki láta ófyrirleitin fyrirtæki draga úr þér kjarkinn. Starfsnám getur verið mjög góð reynsla og lykillinn að fyrsta tækifærinu á vinnumarkaði. Vertu bara viss um að hafa unnið heimavinnuna þína áður en þú segir já við starfsnámsstöðu. Eftirfarandi gátlisti getur hjálpað þér við að taka rétta ákvörðun:
 
Hvað skal gera og hvað ber að varast þegar leitað er að starfsnámi
HVAÐ SKAL GERA:
- Vera með opinn huga þegar sótt er um starfsnám og sækja um eins margar stöður og hægt er.
- Kanna fyrirtækin/samtökin, sem sótt er um hjá, til að tryggja að rétt sé valið.
- Tryggja að umsóknarbréfið og ferilskráin séu viðeigandi fyrir fyrirtækið.
- Athuga hvort fyrirtækið sé með stefnu um að ráða starfsnema við lok starfsnáms.
- Setja fram skýr markmið með atvinnurekandanum til að tryggja að sem mest fáist út úr starfsnáminu. 
 
ÞAÐ SEM BER AÐ VARAST:
- Velja einungis eitt land – önnur lönd kunna að bjóða upp á fleiri tækifæri í viðkomandi geira. 
- Setja fyrir sig tungumálið eða menninguna. Það er auðveldara en það virðist.
- Gera áætlunina að reglum en sýna skal sveigjanleika fyrir því sem koma skal.
- Láta vandamál draga úr sér kjarkinn – þú gætir þurft að senda nokkuð margar umsóknir áður en þú færð svar. 
- Setja markið einungis á fjölþjóðleg fyrirtæki, lítil og meðalstór fyrirtæki bjóða einnig upp á áhugavert starfsnám. 
 

« Til baka