Fréttir á vefsíðunni

Árangursríkur evrópskur framadagur í Ancona

Evrópa bíður þín. Það voru skilaboðin til stúdenta, einstaklinga, sem hafa nýlokið háskólanámi, rannsakenda og prófessora við Università Politecnica delle Marche í Ancona á Ítalíu þegar EURES ásamt háskólanum, Centro Alti Studi Europei og fulltrúum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins á Ítalíu, skipulögðu evrópskan framadag á svæðinu.
  
„Þetta var í fyrsta skipti sem við skipulögðum atburð sem þennan á Ancona-svæðinu og heppnaðist hann ákaflega vel.  Við fengum yfir 1 000 gesti, sem voru miklu fleiri en við bjuggumst við og við gátum ekki lokið atburðinum á réttum tíma vegna þess að það voru enn langar raðir við básana,“ segir Graziella Massi, EURES ráðgjafi í Ancona og ein af skipuleggjendum framadagsins.
 
Með hliðsjón af bakgrunni gestanna á framadeginum var megináherslan lögð á læknisfræði, verkfræði, upplýsingatækni og fjármál. EURES ráðgjafar frá Belgíu, Danmörku, Frakklandi, Þýskalandi, Lúxemborg og Bretlandi tóku allir þátt. Á meðan atburðinum stóð skiptust ráðgjafar á að halda kynningar um búsetu- og atvinnumál í löndunum sem þeir komu frá. Hver ráðgjafi fékk sinn bás þar sem hann tók á móti stúdentum og einstaklingum, sem hafa nýlokið háskólanámi, sem fengu þá tækifæri til að leggja fyrir hann spurningar um starfsframa sinn.
 
Eitt meginaðdráttarafl atburðarins var kynning Strathmore/Southend Care, en það er hjúkrunarheimili fyrir eldriborgara í Essex í Bretlandi, á starfsnámi og lausum störfum við hjúkrun fyrir stúdenta og einstaklinga sem hafa nýlega hafa lokið háskólanámi. „Ég hitti í það minnsta fjóra nýútskrifaða hjúkrunarfræðinga sem ég myndi vilja ráða til starfa við hjúkrunarheimilin okkar. Fjölmargir aðrir lofuðu að setja sig í samband þegar þeir ljúka námi,“ segir Christine Tyrell, rekstrarstjóri Strathmore/Southend Care.
 
„Allir, sem komu að atburðinum, voru yfir sig hissa af viðtökum stúdentanna og mjög líklega munum við skipuleggja svipaðan atburð á næsta ári,“ segir Graziella að lokum.
 
Frekari upplýsingar:
 
Leita að atvinnudegi á EURES viðburðardagatalinu
 
 
Frekari upplýsingar um atvinnu- og búsetuskilyrði í mismunandi Evrópulöndum á EURES atvinnugáttinni.
 
Leita að starfi í EURES vinnugagnagrunninum
 
Leita að þjálfuðu starfsfólki í EURES CV gagnagrunninum.
 
Fræðast um hvað EURES getur gert fyrir atvinnurekendur.

« Til baka