Fréttir á vefsíðunni

EURES er aðalvinnumiðlunin hjá Disneylandi í París

Í næstum tvo áratugi hefur EURES aðstoðað Disneyland í París við að ráða réttu starfsmennina frá ESB löndum í laus störf hjá skemmtigarðinum í útjaðri frönsku höfuðborgarinnar. Árið 2011 aðstoðaði EURES við að fylla 2 500 lausar stöður, samkvæmt Jean-Noël Thiollier, starfsmannastjóra Talent & Reward hjá Disneylandi í París.
 
„Í þann tíma, sem Disneyland hefur verið í París, höfum við ráðið fólk frá Evrópu og hefur EURES átt hlut að því,” segir Jean-Noël. „EURES er fyrsta skrefið hjá okkur þegar ráðið er úr öðru ESB landi.”
 
Aðstoðin og stuðningurinn er oft misjafnt frá einu landi til annars en Disneyland hefur byggt upp árangursríkt samband við EURES ráðgjafa um alla Evrópu. Samkvæmt Jean-Noël „eru EURES ráðgjafar yfirleitt búnir að ganga frá öllu áður en við komum til viðkomandi lands til að taka starfsviðtölin.”
 
Auðvitað virkar þetta í báðar áttir. „Við veitum eins miklar upplýsingar út frá því meginsjónarmiði að því meira sem ráðgjafarnir vita um Disneyland og þá tegund starfsmanna sem við erum að leita að, því betur geta þeir aðstoðað okkur við að finna rétta fólkið í störfin,” bætir hann við.
 
Disneyland í París er með yfir 14 700 starfsmenn frá meira en 100 löndum sem tala 20 tungumál. Þessi vinsæli skemmtigarður í Evrópu ræður í á milli 5 000 og 8 000 störf á hverju ári. Skemmtikraftar eru einungis um einn þriðji af starfsfólkinu sem ráðið er. Aðrar stöður eru meðal annars þjónustustörf (veitingastaðir, hótel, miðasölur og verslunarstörf, o.s.frv.), störf við ýmiss konar gæslu og þjónustu, svo sem heilbrigðis- og öryggismál (slökkviliðsmenn, öryggisverðir, o.s.frv.) viðhaldsstörf (píparar, verkfræðingar, o.s.frv.) og einnig starfsfólk í markaðssetningu, til starfa við mannauðsmál og lögfræðinga.
 
„EURES hefur ávallt verið aðalvinnumiðlunin sem við notum. Ráðgjafarnir hafa verið gríðarleg hjálp við að velja réttu umsækjendurna í réttu stöðurnar.
Árið 2011 réðum við 7 000 manns og voru 90% þeirra ráðnir í árstíðarbundin störf. Við sjáum í gögnum okkar að EURES var viðriðið ráðningarferli 2 500 einstaklinga,” segir Jean-Noël.
 
EURES ráðgjafar forvelja umsækjendur, athuga hvort þeir hafa grunnkunnáttu í frönsku, sem krafist er af öllum, sem starfa hjá Disneylandi; getu viðkomandi til að starfa í hóp; hvenær viðkomandi getur hafið störf og vilja til að starfa í Frakklandi.
 
„Samband okkar við EURES þróast ár frá ári og auðvitað munum við halda áfram að starfa með stofnuninni í framtíðinni,” segir Jean- Noël að lokum.
 
 
Frekari upplýsingar:
 
Læra um hvað EURES getur gert fyrir atvinnurekendur.
 
Leita að þjálfuðu starfsfólki í EURES gagnagrunninum fyrir ferilskrár.
 

« Til baka