Fréttir á vefsíðunni

Rúmenskir garðyrkjumenn blómstra í Danmörku

Tveir háskólamenntaðir Rúmenar, áhugasamir um garðyrkju, lönduðu tveggja ára samningi við danska garðyrkjustöð þökk sé samvinnu milli rúmenskra og danskra EURES ráðgjafa.   
 
„Samvinnan milli rúmensku og dönsku EURES ráðgjafanna hófst fyrir fimm árum. Frá þeim tíma höfum við fengið ýmiss konar auglýsingar um laus störf í Danmörku, allt frá ávaxta- og grænmetistínslumönnum til sjúkraliða, rafvirkja og starfa, sem krefjast mikillar menntunar, svo sem lækna og verkfræðinga,” útskýrir Gabriela Nedelcu, rúmenskur EURES ráðgjafi sem ber ábyrgð á tengslum við Danmörku.  
 
Nýlega hefur Danmörk verið að leita að áhugasömum garðyrkjumönnum í laus störf á því sviði. Árið 2010 fengu Louise Stefanescu og Ionut Trutescu, útskriftarnemar frá Landbúnaðarháskóla Rúmeníu, tveggja ára starfssamning hjá danska fyrirtækinu 4kløver sem aðstoðarmenn við garðyrkju.
 
„Fyrst pökkuðum við plöntum og lærðum um öll afbrigðin, en það tók um fjóra til fimm mánuði. Síðan lærðum við smám saman hvernig ætti að undirbúa ung tré fyrir komandi ár, undirbúa jarðveginn, hvenær ætti að færa trjápottana inn í gróðurhúsin og í hve langan tíma, hafa eftirlit með þeim vegna sveppagróðurs, hvaða sjúkdómar og pestir herja á hvaða plöntur og svo framvegis. Ég lærði meira að segja að aka dráttarvél,” útskýrir Louise Stefanescu.
 
„Vinnuveitendurnir voru mjög vinsamlegir og ef upp komu vandamál eða við þurftum á ráðum að halda voru þeir ávallt til staðar. Það sem okkur fannst áhugaverðast var að eigendurnir unnu með okkur, meira að segja við þrif eða við gerð náttúrulegs áburðar úr lífrænum úrgangi,” bætir Louise við. 
 
Á meðan þau unnu hjá 4kløver, sóttu þau garðyrkjuskólann á staðnum – Kold College – þar sem einnig er hægt að læra fræðin og listina við plönturæktun.
 
„Ég er heppin að hafa fengið þetta tækifæri og ég hef lært heil ósköp. Sú staðreynd að hafa átt í samskiptum við fólk úr öðru umhverfi og með annan þankagang hefur einnig bætt samskiptahæfni mína,” segir Louise að lokum.
 
Frekari upplýsingar:
 
Finna svipaðar stöður með því að hafa samband við EURES ráðgjafa á þínum stað.
 
 
Leita að starfi í EURES vinnugagnagrunninum
 
Frekari upplýsingar um atvinnu- og búsetuskilyrði í mismunandi Evrópulöndum á EURES atvinnugáttinni.
 

« Til baka