Fréttir á vefsíðunni

Marie Curie mannauðsáætlunin styður við rannsakendur

Vinnur þú við rannsóknir og ert með fullt af hugmyndum en skortir fjármagn til þess að hrinda þeim öllum í framkvæmd? Eða ertu fulltrúi rannsóknarsamtaka eða stofnunar og leitar að samstarfsaðilum? Hver sem þú ert, ef þú stundar rannsóknir er Marie Curie mannauðsáætlun framkvæmdastjórnar ESB ómetanlegt úrræði.

Marie Curie er hluti af víðfeðmari áætlun ESB um evrópskar rannsóknir á heimsmælikvarða og deilir hún markmiði EURES um að auka hreyfanleika vinnuafls í Evrópu Áætlunin býður rannsakendum upp á þjálfun og starfsþróun ásamt því að veita styrki til rannsóknarverkefna í fremstu röð.
 
Fjármagni er deilt út til efnilegra rannsakenda, samtaka og stofnana innan og utan Evrópu í gegnum átta megináætlanir. Þessar áætlanir ná yfir ýmsa markhópa allt frá sjálfstæðum rannsakendum til rannsakenda utan Evrópu og bjóða meira að segja upp á skiptiáætlanir fyrir starfsfólk og þjónustu sem stefnir saman rannsakendum og viðskiptalífinu.
 
Bæði reyndir rannsakendur og nýliðar fá notið góðs af styrkjamöguleikunum sem eru í boði og eru rannsóknartillögur frá flestum fræðigreinum boðnar velkomnar. Háskólar, rannsóknarsamtök og einkafyrirtæki hafa einnig rétt á að sækja um og eru tillögurnar metnar án tillits til aldurs umsækjenda.
 
Samstarfsnetið, sem er með yfir 4,75 milljarða evra í ráðstöfunarfé á tímabilinu 2007 – 2013, getur veitt fjölbreyttum tegundum áætlana og einstaklinga stuðning, og getur hann meðal annars falið í sér allt að 100% fjármögnun vinnuafls. Rannsóknarstyrkirnir komu Axiom til góða, bresku fyrirtæki, sem naut stuðnings frá Marie Curie til að þróa nýtt tól við kvikmyndaframleiðslu, og er það nú í notkun í Hollywood. Annar Marie Curie styrkþegi hefur þróað aðferðir í öreindafræði, sem notaðar eru af teyminu sem rekur sterkeindahraðallinn mikla í Zürich. 
 
 
Frekari upplýsingar:
 
Læra meira um Marie Curie mannauðsáætlunina á heimasíðu framkvæmdastjórnar ESB.
 
 
 

« Til baka