Fréttir á vefsíðunni

Ítalskur læknir víkkar sjóndeildarhringinn

Geðlæknirinn, dr. Stefano Gelati, var nýkvæntur og hlakkaði til öruggs starfsframa í heimalandi sínu Ítalíu. Í staðinn upplifði hann að fara úr einu tímabundnu starfi yfir í annað. Í ljósi þeirrar stöðu varð draumur hans um að flytja til Bretlands enn stærri.                                                  
 
Eftir að hafa gengið í gegnum strangt ráðningarferli, sem fólst meðal annars í fjölmörgum viðtölum og heimsókn til verðandi vinnuveitanda, flutti dr. Gelati ásamt konu sinni til Bretlands árið 2006. En áður en að flutningum kom fékk dr. Gelati mikla aðstoð frá EURES í Pavía á Ítalíu.
 
Hann naut góðs af reynslubrunninum sem EURES teymið hafði úr heilbrigðisgeiranum. Reyndar hefur ítölskum læknum verið fundin viðeigandi störf um alla Evrópu allt frá árinu 2002. „Málið er ekki að læknar fái ekki störf á Ítalíu, vandamálið snýr að því að sumir læknar finna ekki starf sem passar þeirra sérhæfingu.Svo við aðstoðum þá við starfsleitina í Evrópulöndum þar sem eftirspurning er mikil,” segir Aurora Scalora, EURES ráðgjafi í Pavía.
 
Dr. Gelati starfar nú um stundir sem klínískur framkvæmdastjóri og millistjórnandi fyrir 10 aðra ráðgefandi geðlækna á South Essex Partnership University NHS Foundation Trust. „Ég hygg að starfsferill minn hefði ekki þróast svona hratt ef ég hefði búið áfram á Ítalíu Læknar á Bretlandi eru með persónulegt ráðstöfunarfé til þjálfunar sem hvetur fólk til að þroskast og stækka. Kerfið í Bretlandi veitir mikilvægar stöður til háttsettra sérfræðinga sem virkilega eiga þær skilið en á Ítalíu er hægt að enda í því að vera í sömu stöðunni allan sinn starfsferil,” fullyrðir hann.
 
EURES hjálpar umsækjendum í gegnum allan ráðningarferilinn með því mynda tengsl við atvinnurekendur, sendiráð og háskóla. Í þessu tiltekna tilviki gekk EURES lengra en við hina hefðbundnu ráðningarþjónustu og aðstoðaði við að koma á viðvarandi samstarfi milli Háskólans í Pavía og heilbrigðisyfirvalda í Essex. Samstarfið auðveldar heimsóknir læknanema, hvetur til rannsóknarsamstarfs og hefur nýlega leitt til tækifæra fyrir gestaprófessora háskólanna. „Ég tek starf mitt mjög alvarlega og leitast við að finna bestu mögulegu atvinnutækifærin fyrir þá sem hafa samband við EURES,‟ segir Aurora.
 
Jafnvel þó að dr. Gelati sé mjög ánægður með stöðu sína í Bretlandi gælir hann enn við hugmyndina um að snúa aftur heim til Ítalíu í framtíðinni. „Mig dreymir um að flytja til baka einn daginn og geta miðlað og komið til framkvæmda því sem ég hef lært hérna. En ég sný ekki aftur fyrir hvað sem er. Eftir því sem þekkingin og færnin eykst, gildir hið sama um væntingarnar fyrir þróun starfsferilsins,” segir dr. Gelati að lokum. 
 
 
Frekari upplýsingar:
 
 
Læra meira um atvinnu- og búsetuskilyrði í mismunandi Evrópulöndum á EURES gáttinni.
 
Leita að starfi í EURES vinnugagnagrunninum
 
Meira um starf EURES Pavía innan heilbrigðisgeirans (að hluta á ítölsku)

« Til baka