Fréttir á vefsíðunni

Þýskaland búið undir að laða að sér portúgalska hjúkrunarfræðinga

Læknar eru ekki lengur þeir einu sem mikil eftirspurn er eftir í heilbrigðisgeira ESB landa. Aukin eftirspurn er eftir hjúkrunarfræðingum á evrópskum vinnumarkaði. Í Þýskalandi er eftirspurning svo mikil að sjúkrahús eru tilbúin til að greiða fyrir nauðsynlega tungumálakennslu til þess að erlendir hjúkrunarfræðingar geti aðlagast með fullnægjandi hætti.                      
 
„Við höfum orðið vör við aukna eftirspurn svo við spurðum EURES kollega okkar í Evrópu um hvort þeir vissu um lönd með offramboð af hjúkrunarfræðingum. Það var auðvitað mikilvægt fyrir okkur standa ekki í ráðningum frá löndum sem búa við skort á hjúkrunarfræðingum og Portúgal kom með jákvætt svar við fyrirspurn okkar,‟ útskýrir Ralf Czadzeck, EURES ráðgjafi í Þýskalandi.      
 
Um miðjan júní 2011 skipulögðu EURES Portúgal og Þýskalandi atvinnudaga í Portó og Lissabon. Fjölmargir þýskir atvinnurekendur voru viðstaddir og voru upplýsingar í boði fyrir atvinnuleitendur sem höfðu áhuga á að flytjast til Þýskalands. Portúgal heldur kerfisbundið atvinnudaga þar sem sjónum er beint að mismunandi Evrópulöndum sem kunna að vera áhugaverð fyrir portúgalska atvinnuleitendur. 
 
„Það var greinileg tilhneiging að það voru aðallega nýútskrifaðir hjúkrunarfræðingar söm höfðu áhuga á því að koma til Þýskalands. Ég býst við að þetta hafi með þá staðreynd að gera að það er ávallt erfiðara að flytjast til annars lands ef þarf að flytja fjölskyldu með,‟ segir Ralf.
 
Heilbrigðisþjónustan í Þýskalandi er bæði rekin af einkaaðilum og hinu opinbera. Stofnanir úr báðum geirum kunna að vera hugsanlegir samstarfsaðilar. Þar sem þetta er tilraunaverkefni verður hópur af sjö til fimmtán hjúkrunarfræðingum ráðinn. Þegar þessar stöður hafa verið mannaðar, verður hjúkrunarfræðingunum boðið til Þýskalands í tungumálaþjálfun. 
 
„Portúgalskir hjúkrunarfræðingar hafa mjög góða þekkingu á heilbrigðismálum en til þess að geta starfað verða þeir auðvitað að tala þýsku. Í þessu verkefni verður tungumálanámið greitt af hinum verðandi atvinnurekanda,‟ útskýrir Ralf. „Ef þessi tilraun, að ráða hjúkrunarfræðinga til Þýskalands frá öðrum EURES löndum heppnast, er líklegt að þetta verði endurtekið,‟ bætir hann við. 
 
 
Frekari upplýsingar:
 
Leita að starfsdegi á EURES viðburðadagatalinu
 
 
Frekari upplýsingar um atvinnu- og búsetuskilyrði í mismunandi Evrópulöndum á EURES atvinnugáttinni.
 
Leita að starfi í EURES vinnugagnagrunninum

« Til baka