Fréttir á vefsíðunni

Hollenskur frumkvöðull upplifir evrópska drauminn

Ruud Minnebraueker getur ekki hætt að leita að nýjum viðskiptatækifærum. Eftir að hafa unnið í 22 ár sem upplýsingatæknifræðingur hjá sveitastjórn í Hollandi sýnir hann núna sinn sanna frumkvöðlaanda – í Svíþjóð. Þetta byrjaði sem draumur um að eiga sinn eigin sumarbústað til að flýja stórborgina en hefur vaxið yfir í að verða sérleyfisrekstur á landsvísu.    
 
Sumarbústaðurinn varð að fyrsta skrefinu að arðbæru nýsköpunarfyrirtæki. „Við lögðum þetta ekki upp með þessum hætti, en eftir að hafa ferðast fram og aftur til Svíþjóðar í þrjú ár í sumarfrí, ákváðum konan mín og ég að okkur langaði að flytjast búferlum til Svíþjóðar. Við tókum hina hefðbundnu túrista-/farandverkamannaleið og keyptum gistihús úti á landi í Svíþjóð með sjarmerandi veitingastað“, segir Ruud.
 
Kenning Ruuds er að flestir, sem ákveða að flytja til lands, sem þeir hafa áður sótt heim sem ferðamenn, leiti sér að starfi í ferðamannaiðnaðinum þegar þeir stofna fyrirtæki. Og það er nákvæmlega það sem hann gerði. 
 
„Þetta var frábært reynsla og mikil vinna“. Nokkrum árum seinna, eftir að hafa kynnst sænsku samfélagi betur, fékk Ruud enn betri hugmynd. „Ég tók eftir því að það voru afar fáar búðir, sem sérhæfðu sig í því að selja blek fyrir prentara, í Svíþjóð. Á netinu er og var samkeppnin mjög hörð en staðbundnar sérbúðir, sem selja blek og veita upplýsingatækniþjónustu, voru af skornum skammti – það var viðskiptahugmyndin mín“.
 
Hugmyndin hefur nú orðið að arðbæru nýsköpunarfyrirtæki. Eftir að hafa byrjað með eina búð í litlu þorpi, færði Rudd, fjölskyldan hans og viðskiptafélagi sig yfir til Linköping í Svíþjóð þar sem búðin þeirra „Refilbutiken” blómstrar.
 
En sagan endar ekki þar. Ruud og viðskiptafélagi hans fóru nýlega til Hollands til að taka þátt í „Norrænni vinnu“, atvinnu- og upplýsingamessu sem EURES skipulagði í Assen í Hollandi í maí 2011. „Okkur langar að færa út kvíarnar og opna fleiri búðir annars staðar í Svíþjóð. Svo við erum að leita að rétta fólkinu sem hefði áhuga á að stofna fyrirtæki með sérleyfi. Við fengum nokkur nöfn á Norrænni vinnu til að hafa samband við. Okkur langar að finna einhvern, sem er að velta því fyrir sér að flytja til annars lands og er tilbúinn til þess að sleppa einu skrefi í aðlögunarferlinu – þ.e. að reka hótel, veitingastað eða tjaldstæði,” segir Ruud brosandi. 
 
 
Frekari upplýsingar:
 
Leita að atvinnudegi á EURES atburðadagatalinu
 
 
Læra meira um atvinnu- og búsetuaðstæður í mismunandi Evrópulöndum á EURES gáttinni.

« Til baka