Fréttir á vefsíðunni

Vertu undirbúin/nn fyrir hið óvænta með evrópska sjúkratryggingaskírteininu

Búin/nn að pakka í töskur og ert tilbúin/nn að fara erlendis til náms, í ferðalag eða til að stunda vinnu. En hvað með sjúkratryggingar? Vertu viss um að þú farir ekki að heiman án evrópska sjúkratryggingaskírteinisins.                       
 
Evrópska sjúkratryggingaskírteinið (EHIC), sem kynnt var til sögunnar í júní 2004, tryggir öllum borgurum Evrópu réttinn til læknisaðstoðar þegar ferðast er um Evrópu.
 
Það er aftur á móti mikilvægt að hafa í huga að meginreglan er sú að það er ESB landið sem þú starfar í sem er ábyrgt fyrir almannatryggingum þínum. Svo ef þú ert í vinnu erlendis og atvinnurekandinn er skráður í því landi, að þá verður þú að skrá þig í sjúkratryggingakerfið þar. Ef þú ert finnskur til dæmis og ert á leiðinni í tímabundna vinnu til Frakklands fyrir franskan atvinnurekanda að þá ertu tryggður hjá franska almannatryggingakerfinu. Til að vera viss um hvaða regla eigi við þig skaltu hafa samband við EURES ráðgjafa í landinu sem þú ert að fara til.  Einnig má finna ítarlegar upplýsingar á heimasíðu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um samræmingu almannatrygginga.  
 
Hvað vátryggir evrópska sjúkratryggingaskírteinið?
Með skírteininu áttu rétt á nauðsynlegri meðferð á meðan dvöl þinni í viðkomandi landi stendur. Ef þú þarft að greiða fyrir einhverja læknismeðferð á staðnum að þá tryggir evrópska sjúkratryggingaskírteinið að þú fáir endurgreitt, en einungis fyrir meðferð sem er álitin „nauðsynleg” á meðan tímabundinni dvöl stendur. Til dæmis falla meðferðir, sem hægt er að framkvæma þegar heim er komið, ekki undir skírteinið, eins og flestar tannlæknameðferðir. Ef þú ert í vafa hvað sé vátryggt skaltu spyrjast fyrir hjá heilbrigðisyfirvöldum í landinu þar sem tímabundin dvöl á sér stað.
 
Hver á rétt á skírteininu?
Allir ESB borgarar ásamt borgurum frá Íslandi, Liechtenstein, Noregi eða Sviss eiga rétt á skírteininu.  Hins vegar verður þú að vera skráður í almannatryggingakerfi einhvers af þessum löndum.  Fólk frá þriðja landi, sem býr í ESB landi, og er skráð þar í almannatryggingakerfi á einnig rétt á skírteininu (fyrir utan Danmörku). Kortið er gjaldfrjálst.
 
Hvernig verð ég mér úti um skírteini?
Til að verða sér úti um evrópskt sjúkratryggingaskírteini skaltu setja þig í samband við heilbrigðisyfirvöld á þeim stað sem þú býrð (sjá tengil hér að neðan), vegna þess að hvert land um sig er ábyrgt fyrir útgáfu og dreifingu skírteinisins. Heilbrigðisyfirvöld á þínum stað munu einnig upplýsa þig um gildistíma skírteinisins, þar sem gildistíminn er mismunandi eftir löndum.
 
 
Frekari upplýsingar:
 
 
Algengar spurningar um evrópska sjúkratryggingaskírteinið
 
Heimasíða framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um samræmingu almannatrygginga í Evrópu
 
Hafðu samband við  heilbrigðisyfirvöld á þínum stað til að sækja um evrópska sjúkratryggingakortið
 
Finna EURES ráðgjafa
 
Frekari upplýsingar um atvinnu- og búsetuskilyrði í mismunandi Evrópulöndum á EURES atvinnugáttinni.
 
Leita að starfi í EURES vinnugagnagrunninum

« Til baka