Fréttir á vefsíðunni

Hollenskur atvinnurekandi ræður sumarstarfsmenn í gegnum EURES

Matreiðslumaðurinn og frumkvöðullinn Cees Snijders var farinn að velta fyrir sér hvernig honum tækist að ráða nógu mikið af starfsfólki yfir annasama sumarmánuðina á pizzastaðinn og hótelið sitt í Zeeland í Hollandi. Eftir að meðmæli frá ráðningarskrifstofunni á staðnum var EURES svarið við spurningum hans.             
 
„Yfir sumarið er ég með í hið minnsta 25 manns í vinnu sem flestir eru ávallt til taks. Áður fyrr tókst mér ávallt að finna fólk í árstíðabundna vinnu í gegnum eigin sambönd, en það varð sífellt erfiðara. Í veisluþjónustubransanum virðist vera meira af vinnu en vinnufúsum höndum,‟ útskýrir Cees.
 
Til að ráða bót á þessu setti Cees sig í samband við ráðningarskrifstofuna, UWV WERKbedrijf í Zierikzee, sem benti honum á reyna EURES samtökin. Þetta reyndist skjót og árangursrík lausn á vandamálum hans. „Ég fékk sendar 20 ferilskrár með myndum, persónuupplýsingum og vinnureynslu í tölvupósti 30 mínútum eftir að ég hafði auglýst starfið. Að endingu réði ég tvær slóvenskar stúlkur til að ganga beina. Í gegnum þær komst ég í samband við tvo tékkneska stráka fyrir eldhúsið. Ráðstafanir á skattstofunni gengu líka snurðulaust fyrir sig. Ég fékk hollenskar kennitölur handa þeim áður en langt var um liðið.
 
Cees hefur nú þegar fundið lausn á starfsmannamálum sínum fyrir þetta ár í gegnum tengiliði sem hann varð sér úti um í gegnum EURES síðasta sumar. Ég er enn í sambandi við EURES, þó það sé eingöngu til að deila reynslu minni með öðrum atvinnurekendum sem oft eru aðeins of ragir við að vinna með útlendingum. Það eina sem ég get sagt er að ég er mjög ánægður með hvernig hlutirnir æxluðust. Þau leggja hart að sér, eru mjög áhugasöm og tala góða ensku. Ég myndi mæla með þessu við hvern sem er.‟
 
Frekari upplýsingar:
 
Finna EURES ráðgjafa
 
Leita að þjálfuðu starfsfólki í EURES CV gagnagrunningum.
 
Læra um hvað EURES getur gert fyrir atvinnurekendur.

« Til baka