Fréttir á vefsíðunni

Nýtt myndband útskýrir réttindi þín til almannatrygginga í Evrópu

Ertu við það að flytja til annars Evrópulands og ert að velta fyrir þér í hvaða landi réttur þinn til almannatrygginga muni vera? Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins sendi frá sér í júní 2011 myndbandið „Flutningur innan Evrópu, sem hún vonar að útskýri réttindi fólks í almannatryggingakerfinu.     
 
Almannatryggingar ná yfir heilsugæslu, bætur vegna meðgöngu og fæðingar, fjölskyldubætur, atvinnuleysisbætur og lífeyri. Þrátt fyrir að sameiginlegar reglur í ESB (ásamt Íslandi, Liechtenstein, Noregi og Sviss) verndi þessi réttindi, falla þau undir landslög samt sem áður.
 
Einungis eitt land á hverjum tíma er ábyrgt fyrir réttindum þínum til almannatrygginga. Venjulega er það landið þar sem stunduð er atvinna eða sjálfstæður rekstur en þó eru undantekningar á þessari reglu. Hvað ef búið er í einu landi og unnið í öðru eða unnið er að tímabundnu verkefni í öðru landi um stundarsakir?
 
Vantar þig frekari upplýsingar? Til viðbótar við þetta 3 mínútna gagnorða yfirlit í hljóði og mynd má finna frekari upplýsingar um almannatryggingakerfi í 31 landamiðuðu leiðbeiningarriti, sem einnig voru gefin út í júní 2011. Smellið á landafána landsins sem upplýsinga er óskað um. Ritin eru aðgengileg á ensku, frönsku og þýsku.  
 
Verið viss um að þekkja réttindi ykkar til almannatrygginga þegar flust er innan Evrópu.   Munið einnig að ávallt er hægt að setja sig í samband við EURES ráðgjafa á hverjum stað til að fá upplýsingar varðandi atvinnu eða góð ráð varðandi búsetu- og atvinnuskilyrði í öðrum Evrópulöndum.
 
 
Frekari upplýsingar:
Horfa á myndbandið 
 
Frekari upplýsingar um réttindi þín eftir löndum
 
 
Algengar spurningar um atriði sem varða meðal annars veikindabætur, réttindi til bóta í mæðra- og feðraorlofi, lífeyrisréttindi, atvinnuleysis- og fjölskyldubætur.
 
 
 
Frekari upplýsingar um atvinnu- og búsetuskilyrði í mismunandi Evrópulöndum á EURES gáttinni.

« Til baka