Fréttir á vefsíðunni

Eftirspurn eftir læknum í Svíþjóð

Bæklunarskurðlækningar, svæfingalækningar, gjörgæsluskurðlækningar og meltingarfæralækningar... skorturinn á sérfræðilæknum virðist vera krónískur í Svíþjóð.  Vissulega hefur landið leynt og ljóst stundað það að ráða lækna með þessa sérfræðiþekkingu frá öðrum Evrópulöndum síðan 1999. Til að aðstoða við ferlið hefur EURES í Svíþjóð hjálpað til við ráðningu 700 lækna á þessu tímabili.
                            
 
„Áður en við byrjum ráðningarferlið í landinu biðjum við ávallt EURES samstarfsfólk okkar hjá ráðningarþjónustu hins opinbera og læknasamtök um leyfi.  Ef það er læknaskortur í landinu að þá kann ráðning lækna að vera viðkvæmt mál pólitískt séð.  Á hverju ári reynum við að koma auga á önnur lönd, sem taka þátt í EURES samstarfinu, með offramboð af sérfræðingum í læknageiranum,‟ segir Hilal Tercan, EURES ráðgjafi og verkefnastjóri um læknaráðningar hjá EURES í Svíþjóð.         
 
Þetta byrjaði árið 1999 þegar sænskir vinnuveitendur í læknageiranum óskuðu, í fyrsta skipti í sögunni, eftir aðstoð frá EURES við að ráða starfsfólk frá Finnlandi.  Í dag getur ráðning átt sér stað frá einhverju EURES landanna og er mesti fókusinn á sérfræðinga innan læknageirans.  Skorturinn á sérfræðilæknum í Svíþjóð er að miklu leyti tilkominn vegna erfiðleikans við að áætla þörfina, þar sem það tekur fimm ár að verða læknir og sérhæfing fimm til sjö ár að auki. „Það er mjög erfitt að sjá fyrir þörfina 12 árum áður og þrátt fyrir að fjöldi læknanema hafi verið aukinn í Svíþjóð að þá tekur það mörg ár áður en þeir útskrifast sem sérfræðingar, þess vegna var óskað eftir aðstoð EURES‟, útskýrir Hilal.  
 
Í ár skilgreindi Hilal og EURES samstarfsmenn hans í Svíþjóð, Ítalíu sem land sem óhætt væri að ráða lækna frá.  En áður en þau gætu hafist handa urðu þau að gera „gæðaprófun‟ til þess að tryggja að læknanámið þar stæðist samanburð við það í Svíþjóð.  
 
Hinir nýráðnu læknar eru beðnir um að dveljast í þrjú ár hið minnsta í Svíþjóð. Sænski vinnuveitandi þeirra borgar fyrir tungumálanám þeirra þar sem sænskukunnátta er skilyrði fyrir því að taka á móti sjúklingum.  „Þegar til langs tíma er litið er bæði persónulegur og faglegur ávinningur af slíkum læknaskiptum. Faglega skiptumst við á góðum ráðum og persónulega kynnast læknarnir nýrri menningu og tungumáli,‟ segir Hilal að lokum.
 
Frekari upplýsingar:
 
Frekari upplýsingar um atvinnu- og búsetuskilyrði í mismunandi Evrópulöndum á EURES gáttinni.
 
Leita að starfi í EURES vinnugagnagrunninum
 
Leita að þjálfuðu starfsfólki í EURES CV gagnagrunningum.

« Til baka