Fréttir á vefsíðunni

Nordic Working – upplýsingahátíð þar sem draumar eru mótaðir

„Rými“, „menning“ og „draumur sem rætist“ – þetta voru helstu ástæðurnar sem þeir, sem spurðir voru á Nordic Working upplýsingahátínni, gáfu við því hvers vegna þeir voru að hugsa um að flytja til Danmerkur, Íslands, Finnlands, Noregs eða Svíþjóðar.            
 
Yfir 400 gestir og 30 aðilar með bása tóku þátt í hinni árlegu Nordic Working hátíð, sem EURES í Assen, Hollandi skipulagði í maí 2011.
„Það er einfaldlega of margt fólk sem býr á of litlu svæði hér í Hollandi. Þar sem Norðurlöndin eru nálægt okkur bæði landfræðilega og menningarlega séð, dreymir marga Hollendinga um að flytjast þangað,“ segir Tjerk Mulder, EURES ráðgjafi í Hollandi og verkefnastjóri Nordic Working.
 
Í könnun sem framkvæmd var meðal gesta hátíðarinnar, reyndist Noregur vera það land sem flestir vildu flytjast til. „Ég held að Norðmenn séu nánari Hollendingum og því telja margir að það sé auðveldara að aðlagast í Noregi,“ segir Arend Mud, annar EURES ráðgjafi frá Hollandi sem tekur þátt í Nordic Working. Könnunin undirstrikaði einnig að meirihluti hátíðargestanna átti börn og var með meðal menntun eða hámenntaður.
 
„Ég er með eina staðlaða spurningu handa þeim sem eru að íhuga að flytjast erlendis og hún er jafn einföld og hún er mikilvæg - „Hefurðu einhvern tímann komið þangað?“ Það er ótrúlega oft sem svarið er neitandi. Ég hef ætíð mælt með því að fólk eyði fríi sínu þar sem það hyggst flytja. Þetta er góð leið til að meta hvort umhverfið hæfi því, eða hvort það eigi að leita til annars norræns ríkis, því þau eru ólík,” segir Tjerk Mulder.
 
„Þekkt fyrir friðsælt umhverfi og nálægð við náttúruna, virðist fólk leita til Norðurlandanna með glampa í augum. Mér finnst stundum nauðsynlegt að benda á að það verði einnig að vinna þar. Sumir hafa flust aftur til Hollands, því „paradís“ reyndist ekki eins og þeir ætluðust til. Upplýsingahátíðin reynir að veita fólki raunhæfari kröfur,“ segir Tjerk Mulder að lokum.
 
 
Lestu meira:
 
 
Um starfsdaga og viðburði á viðburðardagatali EURES
 
Finndu EURES ráðgjafann þinn
 
Fáðu að vita meira um starfsaðstæður og búsetu í ólíkum Evrópuríkjum á EURES vefgáttinni
 
Fáðu nánari upplýsingar um Nordic Working

« Til baka