Fréttir á vefsíðunni

Ungir Evrópubúar vilja vinna erlendis

Samkvæmt nýjustu könnun Eurobarometer, vill 53% ungmenna í Evrópu vinna í öðru Evrópuríki. Samt búa undir 3% evrópskra starfsmanna utan síns heimalands.     
 
Þessi nýjasta könnun Eurobarometer er gefin var út í maí 2011 sem hluti framtaksverkefnis framkvæmdastjórnar Evrópu „Æska á ferðinni“ sem er miðað að því að bæta atvinnuhorfur ungmenna með því að efla færanleika vinnuafls í gegnum menntun.
 
Yfir 57.000 viðtala fóru fram meðal ungmenna á aldrinum 15-35. Öll 27 aðildarríki ESB sem og Noregur, Ísland, Króatía og Tyrkland voru í könnuninni sem framkvæmdastjórn Evrópu kynnti.
 
Auk annarra viðfangsefna, var kannaður áhugi ungmenna á því að starfa erlendis og komist var að því að tæpur meirihluti vildi flytja til annars Evrópuríkis. Á Íslandi tjáði 84% aðspurðra áhuga sinn á að flytja, og því næst komu Svíþjóð (76%), Búlgaría (74%), Rúmanía (73%) og Finnland (71%).
 
Sú staðreynd að meira en helmingur aðspurðra ungmenna vildi flytja til að vinna eru jákvæðar fréttir fyrir evrópska vinnumarkaðinn, einkum þar sem litið er á hreyfanleika ungs fólk sem leið til að minnka atvinnuleysi og örva hagvöxt.
 
Þrátt fyrir þann fjölda sem hefur áhuga á að flytja til annars Evrópuríkis, er hluti þeirra sem framfylgir því í raun afar lítill og veldur það vonbrigðum. Eins og þessi könnun sýnir, hafði aðeins eitt af hverju sjö þeirra evrópsku ungmenna sem tekið var viðtal við í raun farið erlendis til að afla sér menntunar eða þjálfunar.
 
Þótt svarendur hafi gefið mismunandi ástæður fyrir því að hafa ekki flust til annars Evrópuríkis, voru tvö svör sem endurtóku sig. Fjórðungur (25%) minntist á skuldbindingu gagnvart fjölskyldu eins og börnum eða ættingjum sem þeir þyrftu að sinna sem helstu ástæðu. Hins vegar, þriðjungur (33%) svarenda minntist á fjárskort sem helstu ástæðu þess að flytjast ekki erlendis. Þetta var sérstaklega áberandi hjá meirihluta svarenda í Rúmeníu (51%), Ungverjalandi, Króatíu og Búlgaríu (öll 55%).
 Lestu meira:
 
Fáðu nánari upplýsingar um Æsku á ferðinni
Lestu könnun Eurobarometer í heild inni

« Til baka