Fréttir á vefsíðunni

Ný þjónusta gerir lífið auðveldara fyrir atvinnuleitendur í Danmörku

International Citizen Service (ICS)  veitir fólki aðstoð sem kemur til Danmerkur til að vinna. Þjónustan var stofnuð í byrjun árs 2011 og er “allt á einum stað” fyrir skráningar hjá dönskum skatta- og tollayfirvöldum, ríki og sveitarfélögum. 
 
Workindenmark, danska ríkisstofnunin sem sér um alþjóðlegar ráðningar og atvinnuleit sem rekur skrifstofur  ICS, kom þjónustunni á fót í kjölfar ábendinga frá fyrirtækjum og erlendum starfsmönnum. „Áður fyrr var ferlið til að skrá sig sem starfsmann í Danmörku oft flókið og tímafrekt“, segir Marianne Hansen, framkvæmdastjóri  Workindenmark austur.
 
Hvernig ICS getur aðstoðað EURES atvinnuleitendur
 
Innkoma ICS býður upp á marga kosti fyrir EURES atvinnuleitendur. Evrópskir ríkisborgarar geta skráð sig hjá staðaryfirvöldum og fengið danskt skattkort, almannatryggingakort og sjúkrakort allt í einu en áður fyrr þurftu þeir að fara á marga mismunandi staði.
 
Ekki nóg með að bjóða upp á talsvert einfaldari skráningarferli, heldur eru skrifstofur
ICS með EURES starfsfólk og geta veitt aðra þjónustu Workindenmark. Þjónustan sem boðið er upp á er meðal annars leiðbeiningar og hagnýt aðstoð með atriði eins og atvinnuleit, danska skattakerfið og dönskunámskeið, sem og mikið magn upplýsinga um barnaumönnun, húsnæði, skóla og félagsstörf.
 
Skrifstofur ICS eru staðsettar í fjórum stærstu borgum Danmerkur: Álaborg, Árósum, Kaupmannahöfn og Óðinsvéum. Skrifstofurnar eru opnar tvo daga í viku í fjóra tíma í senn. Fólk sem vill nýta sér þjónustuna getur ýmist mætt á staðinn á daginn eða haft samband við skrifstofuna í síma eða tölvupósti.
 
Lestu meira:
 
 
Lærðu meira um þjónustu til handa erlendum ríkisborgurum í Kaupmannahöfn
 
Til að fá frekari almennar upplýsingar um að vinna í Danmörku skaltu heimsækja Workindenmark heimasíðuna

« Til baka