Fréttir á vefsíðunni

EURES heldur upp á Evrópudag

Þann 9. maí, 1950 voru fyrstu skrefin tekin í áttina að því sem í dag er Evrópusambandið. Til marks um þennan atburð, heldur fólk um alla Evrópu upp á grundvallarréttindi friðar og samstöðu sem myndar ESB, þann 9. maí ár hvert. Með því að vera evrópskt tengslanet, tekur EURES þátt í hátíðarhöldunum.     
    
                                 
Það hefur verið venja í nokkur ár í Ljubljana í Slóveníu að halda upp á Evrópudaginn til að koma á framfæri þeirri þjónustu sem ESB veitir þegnum sínum.  „Með því að segja gestum frá EURES og öðrum áætlunum á vegum ESB, undirstrikum við að ESB er mun meira en samtök utan um skrifræði í Brussel,“ segir Mitja Kandare, upplýsingafulltrúi, hjá Centre Europe í Ljubljana. 
 
Til að sporna við mögulegri stríðsógn í Evrópu í framtíðinni, óskaði franski utranríkisráðherrann Robert Schuman eftir því að Belgía, Þýskaland, Frakkland, Ítalía, Lúxemborg og Holland myndu sameina kola- og stálframleiðslu sína sem „fyrsta raunverulega grunninn að evrópsku sambandi“ í París 9. maí, 1950.
 
Í því sem varð síðan þekkt sem „Schuman yfirlýsingin“, lagði Robert Schuman til myndun evrópskrar stofnunar, sem sæi um að stjórna kola- og stáliðnaðinum – atvinnugreininni sem var grundvöllur herstyrks. Árið 1985 á meðan leiðtogafundurinn í Mílanó stóð yfir útnefndu leiðtogar ESB 9. maí sem dag friðar, „Evrópudag“.
 
Í dag, meira en 60 árum eftir Schuman yfirlýsinguna, hélt EURES upp á Evrópudaginn með opinberum viðburðum sem skipulagðir voru ásamt öðrum evrópskum samtökum.Viðburðirnir samanstóðu, meðal annars, af málstofum og kynningum, menningarviðburðum og opnum dögum í stofnunum ESB.
 
Á landamærasvæðinu á milli Haparanda í Svíþjóð og Tornio í Finnlandi, eru tvær borgir svo nálægar að þær virðast vera ein borg á korti, og laða þær að þúsundir ferðamanna á ári hverju í tengslum við Evrópudaginn.  „Þetta gæti virst skrítið fyrir svæði innan ESB þar sem efinn er mikill um sambandið.Ég held að ástæðan fyrir því að svona margir komi í tilefni þessa dags sé sú staðreynd að þótt svæðið sem heild hafi einhvern efa þá geri íbúar þessara tveggja borga það ekki.Yfir þúsund manns búa í Finnlandi og vinna í Svíþjóð eða öfugt, sem er frekar há tala miðað við að samanlagt hafa borgirnar um 33,000 íbúa,“ segir Lars Kero, EURES ráðgjafi í Haparanda.

« Til baka