Fréttir á vefsíðunni

Europass ferilskrá: Vegabréf þitt til að starfa í Evrópu

Viltu starfa í öðru Evrópuríki? Europass ferilskráin (CV) er einmitt það sem þú þarft til að hefja atvinnuleit þína. Með þessari ferilskrá getur þú kynnt hæfileika þína og hæfni með stöðluðum stíl og framsetningu. Auk þess geturðu notað hana án endurgjalds og er hún viðurkennd í 32 Evrópuríkjum.
 
Hvað varðar EURES, er Europass ferilskráin hönnuð til að gera hreyfanleika vinnuafls enn auðveldari og gegnsæjari um alla Evrópu. EURES hvetur í raun til notkunar ferilskrárinnar og atvinnuleitendur geta gert ferilskrá sína á Europass sniði í hlutanum „Mitt EURES“ á vefgáttinni, sem veitir síðan milliliðalausan aðgang að mögulegum atvinnuveitendum.
 
Hvað er Europass?
Europass er evrópskt frumkvæði sem miðar að því að efla hreyfanleika einstaklinga um alla Evrópu með því að fjarlægja hindranir hvað varðar störf, nám eða þjálfun í Evrópu.
Europass ferilskrá tilheyrir Europass möppunni, sem inniheldur fimm skjöl sem samanstanda af Europass ferilskránni, tungumálapassanum, Europass hreyfanleika, viðurkenningu á námi og viðauka með prófskírteini.
 
Ákveðin uppbygging og hönnun einkennir öll fimm skjölin, og eru þau fáanleg á 27 tungumálum. Eins og er, er Europass ferilskráin það skjal sem er oftast niðurhalað og notað af öllum Europass skjölunum.
 
Hvernig getur Europass ferilskráin hjálpað mér með öðrum hætti?
Europass ferilskráin hjálpar þér við að útlista á nákvæmari hátt hæfileika þína og hæfni og bæta möguleika þína á að finna starf innan hins evrópska atvinnumarkaðar. Hún er notuð í yfir 32 Evrópuríkjum.
 
Þessi staðlaða ferilskrá gefur þér kost á að skrá formlega sem og óformlega náms- og tungumálafærni. Til dæmis, ef þú getur svarað símtölum og átt samræður á ítölsku, þrátt fyrir enga formlega menntun í því tungumáli, getur þú engu að síður „metið“ tungumálagetu þína í sjálfsmatsrammanum í ferilskránni.
 
Europass ferilskráin er núna mikið notuð meðal atvinnuleitenda og atvinnuveitenda, og gefur þeim síðarnefndu kost á að bera saman hæfni og getu umsækjenda á fljótlegan og auðveldan hátt. Þetta einfaldar allt ráðningarferlið og að lokum gerir þér kleift að finna starf sem hæfir hæfni þinni og þörfum.
 
Hvar get ég fundið Europass ferilskrána?
Europass ferilskráin er fáanleg á netinu á heimasíðu Europass. Þú getur einnig búið til Europass ferilskrá á netinu í „Mitt EURES“ sem hluta af ferli þínu í atvinnuleitinni, kostirnir eru þeir að mögulegir atvinnuveitendur geta tafarlaust fengið aðgang að þeim upplýsingum sem þú setur inn.
 
 
Lestu meira:
 
Skráðu þig núna á Mitt EURES og gerðu ferliskrá þína á netinu.
Niðurhalaðu Europass ferilskrá (CV) þinni eða gerðu ferilskrána á netinu.
Fáðu nánari upplýsingar um: Europass tungumálapassa, Europass viðurkenningu á námi , Europass hreyfanleika, Europass viðauka með prófskírteini
Hafðu samband við Europass landsstöðina þina og fáðu upplýsingar um hvaða Europass starfsemi og viðburði hún er að skipuleggja.

« Til baka