Fréttir á vefsíðunni

PLOTEUS: allt á einum stað fyrir upplýsingar á netinu

Ertu að leita að starfi til að auka við reynslu þína? Eða ertu að velta fyrir þér námi í öðru Evrópulandi? Tímabil erlendis getur bætt möguleika þína á að finna starf í framtíðinni. Það sýnir hugsanlegum vinnuveitendum að þú getir starfað með fjölbreyttum teymum, hefur áhuga á að læra ný tungumál og það eykur þekkingu þína á mismunandi menningu.
    
 
Hvað gerir PLOTEUS?
PLOTEUS skammstöfun fyrir Gátt fyrir námstækifæri (e. Portal on Learning Opportunities). PLOTEUS gerir það sem nafnið gefur til kynna – veitir upplýsingar um störf og námstækifæri í aðildarríkjum ESB auk Sviss, Íslands, Noregs og Tyrklands. Hún var sett á fót árið 2003 og er stjórnað af framkvæmdastjórn Evrópusambandsins í samstarfi við Landsbundnum gagnamiðstöðvum fyrir starfsráðgjöf (Euroguidance).
 
Rétt eins og EURES, þá hvetur hún til frjálsra fólksflutninga evrópskra ríkisborgara með því að veita gagnlegar upplýsingar sem munu gera þér kleift að flytja.
 
Hver er munurinn á PLOTEUS og EURES?
PLOTEUS er allt á einum stað fyrir upplýsingar um námsstofnanir og inniheldur gagnagrunna um námskeið, sem og skóla. Uppfærðar upplýsingar sem myndi alla jafna taka þig langan tíma að finna eru einungis nokkra músasmelli í burtu.
 
PLOTEUS miðar fyrst og fremst að því að aðstoða nemendur, atvinnuleitendur, vinnandi fólk, starfsframaráðgjafa og kennara við að fá upplýsingar um nám og starf í Evrópu. Á meðan EURES miðar að atvinnuleitendum og atvinnurekendum, og inniheldur: sérstaklega þjálfaða EURES ráðgjafa, atvinnuauglýsingar, gagnlega tengiliði fyrir leit að starfi og upplýsingar um búsetu- og starfsskilyrði.
 
PLOTEUS veitir einnig aðgang að hagnýtum upplýsingum og ráðgjöf um aðildarríki ESB, þar á meðal gistiaðstöðu, ferðamáta, heilbrigðismál og afþreyingu. Í raun er PLOTEUS með allt sem þig vantar að vita til að undirbúa þig undir að búa í öðru Evrópulandi.
Milljónir manna kjósa að búa eða læra í öðru Evrópulandi á ári hverju, hví ekki þú?
 
 
Lestu meira:
Smelltu á heimasíðu PLOTEUS og byrjaðu strax að leita

« Til baka