Fréttir á vefsíðunni

Fjöldi Letta, sem hefur áhuga á að starfa í Þýskalandi, eykst

Þýskaland og Austurríki eru tvö síðustu ríkin til að aflétta takmörkunum varðandi vinnuafl frá austur og mið-Evrópu, sem gengu í ESB árið 2004. Lok aðlögunarreglnanna um hreyfanleika vinnuafls skapa ný tækifæri fyrir starfsfólk til að finna starf erlendis og fyrir vinnuveitendur til að ráða fólk án þess að biðja um atvinnuleyfi. 
 
Eitt dæmi um þetta má finna í Lettlandi, þar sem sá fjöldi fólks sem hefur haft samband við EURES ráðgjafa varðandi atvinnutækifæri í Þýskalandi hefur meira en tvöfaldast á fyrstu þremur mánuðum ársins 2011.
 
„Ástæður þessarar aukningar eru fjölmargar. Þýskaland opnaði atvinnumarkað sinn fyrir árstíðarbundin störf frá og með 1. janúar, 2011. Við fengum þónokkur laus störf á skrá frá EURES í Þýskalandi. Enn er óráðið í sum þessara starfa,“ segir Ivonna Deisone, fulltrúi EURES í Riga, Lettlandi.
 
„Sumir Lettar sem hafa fundið störf á eigin vegum í Þýskalandi vildu einnig fá nánari upplýsingar um starfsaðstæður og búsetu, sem og um almannatryggingar og skatthlutfall.“
 
Samkvæmt gögnum EURES, eru vinsælustu starfssviðin meðal fólks til dæmis: landbúnaður (51.6%); byggingarvinna (11.2%); hótel og þjónusta (9.3%); framleiðsla (7.9%); og heilbrigðis- og félagsleg þjónusta (6.9%).
 
„Á bilinu janúar til mars á þessu ári var meðaltal þeirra einstaklinga sem komu til að fá ráðgjöf vegna áhuga á atvinnutækifærum í Þýskalandi alls 66. Á sama tíma árið 2010 voru það 30,“ bætir hún við.
 
Hingað til hafa 197 einstaklingar fengið slíkar ráðleggingar varðandi störf. Í allt eru þetta 31.6% af heildarfjölda þeirra sem hafa fengið ráðgjöf.
 
Frá maí 2011 mun Þýskaland aflétta þeim takmörkunum á vinnumarkaði sem eftir eru hvað snertir eftirfarandi átta ríki (Tékkland, Eistland, Lettland, Litháen, Ungverjaland, Pólland, Slóvakía og Slóvenía) frá austur Evrópu sem gengu í Evrópusambandið árið 2004.
 
Lestu meira:
 
Finndu EURES ráðgjafa nærri þér
 
Fáðu að vita meira um starfsaðstæður og búsetu í ólíkum Evrópuríkjum á EURES vefgáttinni

« Til baka