Fréttir á vefsíðunni

Evrópski vinnumarkaðurinn er fyrir alla

Ask Andersen, Danskur stjórnmálamaður sem vinnur að því að bæta réttindi fatlaðs fólks í gegn um starf sitt hjá efnahags- og félagsmálanefnd Evrópusambandsins, er sjónskertur. Það hefur ekki komið í veg fyrir að hann starfi erlendis, stundi nám í Írlandi og starfi sem stefnumótandi í Belgíu.Copyright: Markus Koljonen

„Að vera fatlaður gæti þýtt að þú þurfir aðstoð við að vinna ákveðin verk. Og til þess gætir þú þurft að tengjast almannatryggingakerfinu. Spurningar á borð við: Get ég fengið aðstoðarmann? Get ég fengið fjárstuðning til að kaupa tæki? Ég þarf að fá svörin við þessum spurningum áður en ég get gefð hugsanlegum vinnuveitanda loforð um hvað ég er fær um að gera,“ útskýrir Ask Andersen.
 
Allir mæta áskorunum þegar þeir vilja vinna og hefja nýtt líf erlendis. Hins vegar, þá er hreyfanleiki milli landa bundið fleiri áskorunum fyrir fólk með fötlun sem ekki eru til neinar allsherjar lausnir á. Aðgengi að upplýsingum um almannatryggingalöggjöf lands, sem stjórnar þeim stuðningi sem í boði er hvað varðar mannlega aðstoð eða tæki, getur reynst ómetanlegt.
 
EURES kerfið getur verið eitt tæki til að komast yfir þessar upplýsingar. Kerfið samanstendur af 850 EURES ráðgjöfum, sem eru skipulega staðsettir um alla Evrópu. Þeir starfa við atvinnumiðlun, bæði á landsbundnu- og Evrópusviði, og geta veitt atvinnuleitendum upplýsingar um atvinnu- og búsetuskilyrði eða vísað þeim á áreiðanlega staði til að fá upplýsingar.
 
Að fara erlendis til að vinna var eðlilegt skref fyrir Ask Andersen. „Mikill meirihluti samnemenda minna í stjórnmálafræði fóru erlendis í starfsnám eða framtíðarstöður. Hvers vegna ætti ég ekki að gera það? Ég ætla ekki að gera lítið úr áskorunum sem eru í þeim fólgin að fara erlendis þegar maður er blindur, en það er ekkert annað hægt en að reyna. Þegar ég fór í fyrsta skipti erlendis í starfsnám gerði ég mér grein fyrir að ég var fullkomlega fær um það. Þá ég varð nægilega djarfur til að leita mér að starfi í öðru landi, sem ég fékk.“
 
 
Lestu meira:
 

Lærðu meira um starfs- og búsetuskilyrði í mismunandi Evrópulöndum á EURES gáttinni.

 

« Til baka