Fréttir á vefsíðunni

EURES auðlind reyndra evrópskra starfsmanna

Á hverju ári er haldin stærsta fagkynning í Evrópu í Hannover, Þýskalandi. Um 6 500 fyrirtæki í nýsköpun, þróun og iðnaði sameinast undir eitt þak. Í apríl 2011 tók EURES í Þýskalandi þátt til að kynna fyrirtækjum og atvinnuleitendum þjónustu sína.
  
   
„EURES er einstakt tæki sem gæti aðstoðað fyrirtæki við að finna hugsanlega starfmenn með evrópska reynslu. EURES er nú með yfir 600 000 ferilskrár skráðar á EURES gáttina; faglegt net 850 ráðgjafa; og skipuleggur um 100 Evrópska starfsdaga á ári hverju víðsvegar um Evrópu. Þetta eru helstu skilaboð okkar til fyrirtækja sem eru mætt á fagkynninguna,“ segir Nathalie Rivault, stjórnandi EURES í Þýskalandi.
 
„Það er engu að síður ljóst að of fá fyrirtæki vita af þjónustu okkar, þannig að okkur er enn mikið verk fyrir höndum til að vekja athygli á þjónustu EURES meðal evrópskra fyrirtækja,“ bætir hún við.
 
„Við viljum að fyrirtæki, á borð við þau sem eru mætt á fagsýninguna, viti hvernig EURES hjálpar fólki að öðlast evrópska starfsreynslu og þannig bæta ferilskrár sínar. EURES er hjálpartæki fyrir vinnuveitendur að finna starfsmenn með evrópska reynslu sem mörg fyrirtæki eru að leita að,“ útskýrir Nathalie Rivault.
 
Hannover fagsýningin laðar til sín yfir 230 000 gesti.
 
Lestu meira:
 
Lærðu um EURES starf okkar fyrir vinnuveitendur
 
Hafðu samband við EURES ráðgjafa á þínu svæði
 
Opinber vefsíða EURES í Þýskalandi

« Til baka