Fréttir á vefsíðunni

Aðlögunarreglur fyrir starfsfólk í ESB taka enda 1. maí

Frá 1. maí 2011 geta ríkisborgarar frá átta löndum sem gengu í Evrópusambandið árið 2004 starfað óhindrað í öllum aðildarríkjum Evrópusambandsins, þegar sem síðustu hömlunum er aflétt.
 
Hvaða aðildarríki hefur þetta áhrif á?
Ríkisborgarar frá Tékklandi, Eistlandi, Lettlandi, Litháen, Ungverjalandi, Póllandi, Slóveníu og Slóvakíu þurfa ekki lengur að sækja um atvinnuleyfi, stuðning frá fyrirtæki eða langtíma samning þegar þeir vilja starfa í öðru aðildarríki Evrópusambandsins. Þeir munu njóta sömu grundvallarréttinda til „frjáls flæðis vinnuafls“ og ríkisborgarar frá eldri aðildarríkjum Evrópusambandsins sem og Möltu og Kýpur sem fengu undanþágu frá takmörkunum þegar þau gengu í Evrópusambandið árið 2004.
 
Voru takmarkanirnar ekki felldar niður fyrir löngu síðan?
Írland, Svíþjóð og Bretland voru einu aðildarríkin sem ekki beittu takmörkununum þegar þessi átta ríki gengu í Evrópusambandið árið 2004. Hins vegar þurftu þeir sem voru að flytja til Bretlands að skrá sig hjá Skráningarkerfi Bretlands, sem lýkur einnig þann 30. apríl 2011. 10 aðildarríki til viðbótar létu takmarkirnar niður falla smátt og smátt á árunum 2006 til 2009. Þýskaland og Austurríki voru einu aðildarríkin sem héldu áfram að beita takmörkununum, en því verður einnig hætt þann 30. Apríl 2011.
 
Hverjar voru takmarkanirnar á annað borð?
Hin upprunalegu 15 aðildarríki Evrópusambandsins (ESB-15) gátu beitt landsbundnum aðgerðum fyrstu tvö árin eftir að nýju aðildarríkin gengu í ESB árið 2004. EU-15 urðu þá að tilkynna til framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um hvort þau ætluðu að halda áfram að beita þeim aðgerðum í þrjú ár til viðbótar. Að fimm árum liðnum, ef þau vildu enn beita takmörkunum í tvö ár til viðbótar, þá urðu þau að sanna að ef það myndi ekki vera gert þá myndi það hafa skaðleg áhrif á vinnumarkað þeirra.
Mikið af fólki frá átta af hinum 10 nýju aðildarríkjum sem vildi starfa í Þýskalandi og Austurríki þurfti að fá atvinnuleyfi eða samninga sem kváðu á um atvinnu í ákveðinn tíma. En ekki lengur. Hámarkstími takmarkananna var sjö ár og sá tími er liðinn þann 30. Apríl 2011.  
Eru þá ekki lengur neinar takmarkanir?
Enn eru ákveðnar takmarkanir sem gilda um þau lönd sem gengu í Evrópusambandið árið 2007, það er að segja Búlgaría og Rúmenía, en þessum takmörkunum lýkur einnig þann 1. janúar 2014.
Landsbundin löggjöf er enn í gildi í hinum mismunandi aðildarríkjum og reglurnar eru mismunandi. Áður en haldið er að heiman skaltu ávalt kynna þér skilyrðin til vinnu, heilbrigðisþjónustu og almannatrygginga. Það er gott fyrsta skref að hafa sambandi við EURES ráðgjafa á því svæði sem þig lagar að fara til og komast að því hvaða löggjöf er í gildi þar.
 
Lestu meira:
 
Upplýsingar um starfs- og búsetuskilyrði í öðrum Evrópulöndum á EURES gáttinni.
 
Upplýsingar um að flytja til annars Evrópulands í gegn um Þín Evrópa
 
Velferðakerfi  eftir löndum

« Til baka