Fréttir á vefsíðunni

The European Job Mobility Bulletin

Samkvæmt októberútgáfu European Vacancy Monitor, hefur verið aukning í lausum störfum og ráðningum á fyrsta fjórðungi ársins 2011 í samanburði við sama ársfjórðung ársins 2010. Aukningin var meiri í löndum í norður og vestur Evrópu og í einkageiranum.  Áfram voru færri störf í boði hjá hinu opinbera, aðallega á menntasviðinu.
Samkvæmt nýjasta tölublaði European Job Mobility Bulletin, sem byggir á lausum störfum, sem birt eru á EURES vefnum, eru góðir starfsmöguleikar í boði fyrir:
  • Starfsfólk við heimilisþrif og í veitingaþjónustu í Þýskalandi, Austurríki, Bretlandi, Frakklandi og Belgíu.
  • Vélvirkja og viðgerðarmenn í Þýskalandi, Belgíu, Bretlandi, Austurríki og Frakklandi
  • Sérfræðinga í stjórnsýslu í Bretlandi, Þýskalandi, Belgíu, Frakklandi og Svíþjóð
  • Byggingaverkamenn og iðnverkafólk á tengdum sviðum í Þýskalandi, Bretlandi, Belgíu, Frakklandi og Póllandi
  • Verkafólk við framleiðslu í Þýskalandi, Bretlandi, Austurríki, Belgíu og Tékklandi.
Í sömu útgáfu af tímaritinu er einnig að finna lista yfir 5 algengustu störfin sem birt eru á EURES vefnum. Í lok ágúst voru þau:
  1. Fjármálasérfræðingar og sölufulltrúar: 29.800 laus störf í Þýskalandi, 3.500 í Frakklandi, 2.800 í Belgíu
  2. Sölufólk í búðum og kynningaraðilar 11.300 laus störf í Þýskalandi, 5.600 í Belgíu, 2.600 í Austurríki
  3. Umönnun og tengd störf: 23.600 laus störf í Bretlandi, 11.300 í Þýskalandi, 1.800 í Frakklandi
  4. Sérfræðingar í nútímaheilbrigðisþjónustu 24.500 laus störf í Bretlandi, 9.900 í Þýskalandi, 3.400 í Belgíu
  5. Rafvirkjar og rafeindavirkjar og viðgerðarmenn 26.600 laus störf í Þýskalandi, 9.200 í Bretlandi, 1.600 í Belgíu
The European Vacancy Monitor veitir yfirlit yfir nýjustu hræringarnar á hinum evrópska atvinnumarkaði.  TheEuropean Job Mobility Bulletin einbeitir sér að greiningu á lausum störfum sem birt eru af opinberum ráðningarþjónustum ríkja á EURES vefnum. Þessi tvö ársfjórðungsrit hófu göngu sína með framtakinu Flaggskipið Evrópa 2020 Dagskrá um nýja færni og störf

« Til baka