Fréttir á vefsíðunni

Evrópskir starfsdagar 2010

Evrópska starfsdagatímabilið 2010 er hafið. Á þessu hausti verða hundruð viðburða um alla Evrópu, í borgum og smábæjum, sem safna saman atvinnuleitendum og atvinnurekendum sem eru að leita að hinu fullkomna fyrirkomulagi.

Í núverandi efnahagsumhverfi, þar sem mörg lönd þjást af miklu atvinnuleysi, getur reynst góð lausn að búa og starfa annars staðar í Evrópu um tíma. Ekki nóg með að þetta veiti atvinnuleitendum tækifæri til að bæta færni sína og starfsreynslu, heldur geta vinnuveitendur einnig innleitt ný tungumál og aðferðir á vinnustað með því að ráða starfsfólk frá öðrum Evrópulöndum.

EURES, evrópska net færanleika í starfi, er á sínum stað til að aðstoða þá sem vilja annað hvort leita að starfi erlendis, eða ráða starfsfólk annars staðar frá í Evrópu. EURES veitir atvinnumiðlunarþjónustu um alla Evrópu, bæði á netinu og með neti 850 EURES ráðgjafa, sem og aðstoð og ráðgjöf í gegn um allt flutnings ferlið.

Evrópskir starfsdagar veita fullkomið tækifæri til að komast að því hvað er í boði í Evrópu. Starfsdagarnir eru mismunandi að stærð og með mismunandi þemu, en eru allir haldnir með það að markmiði að hvetja til færanleika. Þeir eru fyrirtaks umhverfi fyrir atvinnuleitendur og þá sem vilja skipta um vinnu á öllum aldri og úr öllum stéttum til að hitta vinnuveitendur, fá upplýsingar um búsetu og starf í öðru landi, og til að tala við EURES ráðgjafa um möguleikann á nýjum tækifærum erlendis. Á sama tíma, eru vinnuveitendur að leita að nýjum starfskröftum eða vilja sjá hvað aðrir vinnumarkaðir hafa upp á að bjóða, geta sett upp bása, verið með kynningar, og jafnvel veitt völdum hæfum umsækjendum viðtöl.

Á þessu ári munu evrópskir starfsdagar eiga sér stað í flestum Evrópulöndum, frá Eistlandi til Belgíu til Ítalíu. Sumir eru sérsniðnir að fólki sem býr á svæðum sem ná yfir landamæri; aðrir eru fyrir námsmenn og útskriftarnema sem eru að leita að upplýsingum um þjálfum, menntun, eða fyrsta starf sitt erlendis. Enn aðrir geta verið fyrir fólk sem starfar í ákveðnum geirum, svo sem heilbrigðisgeiranum. Óháð aldri, stétt eða sérhæfingu, þá er öruggt að það sé áhugaverður viðburður í nágreninu.

Í fyrra voru viðburðirnir ótrúlega fjölbreyttir sem þýðir að það var auðvelt fyrir þátttakendur að finna viðburð sem hentaði þeim. Hér eru nokkur dæmi um það sem fór fram árið 2009.

Poznan, Póllandi

Fimmti evrópski starfsdagurinn sem var haldinn í Póllandi fékk þátttöku EURES í Póllandi, sem og svæðisstjórnvöldum í Poznan. EURES ráðgjafar frá Þýskalandi, Austurríki, Noregi, Svíþjóð, Danmörku, Finnlandi, Bretlandi og Írlandi voru á staðnum til að ræða við þátttakendur um að búsetu- og atvinnuskilyrði í þessum löndum, og þau tækifæri sem væru til staðar fyrir þá. Meira en 20 evrópskir vinnuveitendur tóku einnig þátt til að ræða við pólska starfsmenn í heilbrigðisgeiranum, félagslegri þjónustu, byggingargeiranum og landbúnaðar- og matvælageiranum.

Frankfurt, Þýskalandi
Þessi viðburður dró til sín þúsundir atvinnuleitenda til að ræða við þýska og evrópska vinnuveitendur, EURES ráðgjafa sem vinna í ‚ EURES Village’, og fulltrúa frá kerfum eins og Europass og Eurodesk. Kynningar um búsetu- og atvinnuskilyrði í Írlandi, Austurríki, Möltu, Spáni, Bretlandi, Frakklandi, Sviss, Svíþjóð, Noregi og Danmörku drógu einnig til sín mikinn fjölda áhugasamra þátttakenda og vinnuveitendur sögðu að þeir væru gríðarlega ánægðir með magn og gæði þeirra umsækjenda sem þeir ræddu við.

Brussel, Belgíu
Aðalviðburður EURES, evrópski starfsdagurinn í Brussel, er einstakur. Á hverju ári koma þangað þúsundir manna víðsvegar að úr Evrópu – atvinnuleitendur erlendis frá, þeir sem vilja skipta um vinnu og búa nú þegar í Brussel, og vinnuveitendur sem vonast til að hitta hæfa og fjöltyngda umsækjendur. Árið 2009 komu um það bil 12.000 atvinnuleitendur og 80 vinnuveitendur á starfsdaginn. EURES var með sterka nærveru og EURES ráðgjafar voru tiltækir til að veita þátttakendum ráðgjöf um gerð ferilskráa og upplýsingar um tækifæri í Brussel og erlendis.

Fyrir frekari upplýsingar um viðburði á næsta leyti, skoðið viðburða dagatalið á EURES gáttinni eða hafið samband við EURES ráðgjafa næst þér http://ec.europa.eu/eures.

« Til baka