Fréttir á vefsíðunni

Frá Noregi til Írlands með SMS

Atvinnuleysi meðal nýútskrifaðra gagnfræðaskólanema og háskólanema hefur aukist um alla Evrópu, og hefur Noregur ekki farið varhluta af þessari tilhneigingu. Ungt fólk á aldrinum 18 til 25 er sérstaklega líklegt til að standa utan við vinnuaflið og, eins og norski EURES ráðgjafinn Melanie Hill komst að, þá eru breytingar á högum til hins betra oft spurning um að mæta þeim á sameiginlegum forsendum.

Í lokk maí mánaðar 2010, hafði Stream Global Services sem er staðsett í Dublin samband við Melanie varðandi auglýsingu á EURES gáttinni á starfstækifæri fyrir tólf norskumælandi einstaklinga í símamiðstöð þeirra. Auglýsingin vakti hins vegar litla athygli. ‚Tölvuleikir eru nátengdir yngra fólki sem hafa, þrátt fyrir enga formlega menntun, frábæra þekkingu á efninu, en eru einnig ólíklegir til að mæta á atvinnuskrifstofu svæðisins‘, sagði hún.

Melanie er sannfærð um að það skuli ekki vanmeta hversu mikið vinna erlendis bætir ferilskrá atvinnuleitenda: ‚Vinna eða nám erlendis hefur jákvæðar hliðarverkanir. Litið er á einstaklinginn sem sjálfstæðan, seigan og óhræddan við að taka áhættur,' sagði hún. Með þetta í huga, hóf hún að hafa samband við atvinnuleitendur eftir óhefðbundnum boðleiðum.

Með það í huga að 70% af ungu fólki í Noregi er ekki með heimasíma, virtist góð leið að hafa samband í gegn um farsíma. Texti SMS skilaboðana var stuttur og einfaldur, og miðaði að því að koma lykilskilaboðunum til skila: ‚Hæ! Þar sem þú ert skráð/ur sem atvinnuleitandi hjá NAV (opinberu norsku atvinnuþjónustunni), þá er laust starf í PC tölvuleikja þjónustuveri í Dublin sem gæti verið áhugavert. Ef þig langar að vita meira um þetta starf, vinsamlegast hafðu samband við Melanie Hill, NAV EURES ráðgjafa.‘ Viðbrögðin komu á hraða eldingarinnar. Fyrstu viðbrögðin bárust innan tveggja mínútna frá því að SMS skilaboðin voru send og eftir sólahring höfðu nær allir sem haft var samband við í þessari litlu herferð svarað. Áhugasamir umsækjendur fengu frekari upplýsingar á tölvupóst, og boðið að senda inn ferilskrár sínar til að fá svör.

Hinn tvítugi Thomas Johnsen, einn af þeim sem var ráðinn til Dublin, var sérstaklega ánægður með hina frumlegu nálgun að fá tilkynningu með SMS skilaboðum. ‚Það vakti hjá mér meiri áhuga þar sem ég fékk ekki allar upplýsingar um starfið – ég vildi hafa samband til að fá meiri upplýsingar,‘ sagði hann.

Við lok ráðningarferlisins, voru sex einstaklingar ráðnir til Írlands frá svæði Melanie í norður Trøndelag, og bjuggu sig undir að fara nær samstundis. Þrátt fyrir að hinir nýju starfsmenn hefðu þegar lýst yfir vilja sínum til að fara erlendis, veitti skrifstofa EURES og nýi vinnuveitandinn þeirra þeim nauðsynlegar upplýsingar fyrir fyrstu daga þeirra að heiman, þar á meðal smá leiðbeiningar um staðinn og upplýsingar um húsnæði.

Daður tæknin hefur sannað að hún ber árangur þar sem bæði vinnuveitandi og starfsmenn eru ánægðir með reynslu sína. Fiona Kelly hjá Stream Global Services sagði að norski hópurinn sé vingjarnlegur og jákvæður og fái góða umsögn um frammistöðu. Starfsmennirnir sjálfir líta einnig á þetta sem jákvæða reynslu sem getur aukið starfsreynslu þeirra og opnar fyrir þeim fleiri dyr þegar þeir snúa aftur heim. ‚Persónulega komst ég að því að ég er betri í ensku en ég hélt og ég virkilega mæli með þessu fyrir hvern þann sem hefur áhuga á að vinna erlendis eða taka sér árs leyfi frá skóla. Það kemur vel út á ferilskránni þinni og er frábær reynsla,‘ sagði Thomas.

SMS frumkvæðið hefur sýnt að það ber árangur fyrir alla aðila og líklegt er að því verði beitt aftur á EURES skrifstofum í Noregi.

« Til baka