Fréttir á vefsíðunni

Nýjar reglur um almannatryggingaréttindi þegar flust er búferlum innan Evrópu

Þann 1. maí 2010 tóku nýjar reglur um samræmingu almannatryggingakerfa innan Evrópu. Þetta er einungis önnur meiriháttar endurbót á reglum á  50 árum sem tryggja að farandverkamenn taki ekki almannatryggingaréttindum sínum þegar þeir flytjast búferlum innan Evrópu. Fjórar stoðir samræmingarinnar eru enn hinar sömu:

  • Þú ert alltaf tryggður samkvæmt löggjöf eins aðildarríkis: almennt ef þú ert virkur á vinnumarkaði, þá er það landið þar sem þú starfar; ef þú ert óvirkur á vinnumarkaði, þá er það landið þar sem þú býrð.
  • Grundvallarreglan um jafna meðferð tryggir að þú hafir sömu réttindi og skyldur og ríkisborgarar þess lands.
  • Þegar nauðsynlegt reynist, geta tímabil tryggingar sem hefur áunnist í öðrum ESB ríkjum verið tekin með í reikninginn hvað varðar veitingu bóta.
  • Hægt er að „flytja út“ fébætur ef þú býrð í öðru landi en því sem þú ert tryggður í.

Hverju breyta nýju reglurnar þá? Megin áhersluatriði nútímavæðingarinnar hafa verið að veita réttindum borgara betri réttindi. Til dæmis, þá þurfa stjórnvöld ríkja nú að veita notendavæna þjónustu og veita borgurum af eigin frumkvæði nauðsynlegar upplýsingar til að standa á rétti sínum. Hinum eldri E-eyðublöðum verður skipt út fyrir takmörkuðum fjölda af pappírsgögnum, sem ná yfir aðstæður þar sem fólk á faraldsfæti þarf að bera sönnun réttinda sinna, t.d. „útflutningur“ atvinnuleysisbóta þegar verið er að leita að vinnu. Þessi notendavænu „færanlegu skjöl“ eru stöðluð og almennt viðurkennd í öllum löndum ESB/EES.

Skoðið uppfærða heimasíðu http://ec.europa.eu/social-security-coordination til að læra meira um almannatryggingaréttindi þín þegar þú ferðast um Evrópu.

« Til baka