Fréttir á vefsíðunni

Litháenskur stílisti fær nýtt útlit í gegn um EURES

Evrópskir starfsdagar eru fyrirtaks tækifæri fyrir atvinnuleitendur til að hitta EURES ráðgjafa og mögulega vinnuveitendur, og til að uppgötva tækifærin sem bíða þeirra. Viðburðirnir eru skipulagðir um alla Evrópu og allir sem hafa hug á að læra meira um að vinna erlendis geta mætt á viðburðina. Sandra Sumskiene, eigandi snyrtistofu í Siauliai héraði í Litháen, er eitt fjölmargra dæma um fólk sem hefur farið á evrópskan starfsdag til að finna ný tækifæri.

Sandra heyrði fyrst um EURES og þjónustu þess frá litháensku opinberu atvinnumiðluninni á hennar svæði. Skömmu síðar sá hún auglýsingu um evrópskan starfsdag á hennar svæði í dagblaði og ákvað að mæta. Norski EURES ráðgjafinn Hallgeir Jenssen var viðstaddur viðburðinn til að veita ráðgjöf og upplýsingar til atvinnuleitenda og allra sem höfðu áhuga á að búa í Noregi. HAllgeir segir, ‚Alls mættu 150 manns á evrópska starfsdaginn og ég fékk í hendurnar yfir 50 ferilskrár þann daginn, þar á meðal Söndru‘.

Sem betur fer hafði Hallgeir rétt í þessu fengið símtal frá vinnuveitanda í Noregi, sem átti í vandræðum með að finna starfsfólk í hársnyrtistofuna sína. Vinnuveitandinn var staðsettur í litlu þorpi sem heitir Nordreisa í norðanverðri Troms sýslu og um leið og Hallgeir hitti Söndru datt honum í hug þetta starf.

Þegar hann sneri aftur til Noregs talaði hann við vinnuveitandann og hafði samband við Söndru varðandi tækifærið. Sandra sendi honum ferilskrána sína og þau sammæltust um að vera í stöðugu sambandi. Mjög fljótlega fékk hún staðfestingu um að umsókn hennar hefði verið samþykkt. Sandra segir, ‚Hr. Jenssen útvegaði mér upplýsingaefni um hvernig er að búa og starfa í Noregi og ég var heilluð. Almennt séð virtist sem það væri hár lífsgæðastuðull, lítið atvinnuleysi, og mjög góð laun. Svo virtist sem ekki myndu vera nein vandræði fyrir mig að flytja til Noregs.‘ Þegar hún fékk þessar upplýsingar frá Hallgeiri, ákvað Sandra að þiggja atvinnutilboðið og flytja til Noregs.

Með aðstoð nýja vinnuveitanda síns og EURES, gekk flutningur Söndru til Noregs í raun mjög vel. Hún hefur nú komið sér fyrir í Noregi og er að læra að tala norsku. ‚Fólkið er vingjarnlegt og tekur mér opnum örmum og mér líkar það mjög vel, sem og börnin mín sem eru hér í skóla‘.

Sandra hefur mikið lof til handa þjónustu EURES í gegn um allt flutningsferlið. ‚Ég er ánægð að það séu til stofnanir eins og EURES sem veita okkur fleiri atvinnutækifæri og upplýsingar um flutninga erlendis. Við erum enn í sambandi við Hallgeir sem hefur verið mjög hjálpsamur.‘

Á heildina séð er Sandra ánægð með nýju vinnuna og nýja lífið og er þakklát Hallgeiri og EURES fyrir alla ráðgjöfina á ferlinu!

« Til baka